Ótrúlegt að risastór alda hafi ekki valdið skemmdum á Granda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2022 15:29 Skjáskot af öldunni skella á húsinu. Snark Telja má magnað að glerið hafi ekki brotnað og engar skemmdir orðið þegar afar stór alda skall á framhlið húsnæðis framleiðslufyrirtækisins Snark á Granda í nótt. Tveir bílar sluppu líka við skemmdir þó annar hafi færst til á bílastæðinu. Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31. Veður Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Veðrið var ekki kræsilegt á suðvesturhorni landsins í gær og inn í nóttina. Þrumur og eldingar vöktu athygli landsmanna á sama tíma og það blés ansi hreint hressilega. pic.twitter.com/2Z528dUSYr— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 15, 2022 Starfsmenn Snark á Fiskislóð sváfu þó á sínu græna eyra þegar öldugangurinn var hvað mestur á skrifstofu þeirra klukkan fimm í nótt. Þegar þeir mættu til vinnu í morgun sáu þeir að bíll hafði færst úr stað og ráku svo upp stór augu þegar þeir skoðuðu upptöku úr öryggismyndavél. Það var nóg af verkefnum fyrir starfsmenn Faxaflóahafna í morgun að hreinsa til eftir nóttina.Snark „Þetta er algjör bilun,“ segir Eilífur Örn Þrastarson leikstjóri hjá Snark. Glugginn sem fékk að finna fyrir ölduganginum í nótt snýr í norðvestur, með útsýni yfir Snæfellsnes og Akranes. Eilífur giskar á að varnargarðurinn sé í um tíu metra fjarlægð frá húsnæðinu. Húsnæðið er merkt með rauðu nærri Örfirisey.Já.is Þar fyrir innan hafi Faxaflóahafnir komið fyrir gulum steypuvarnarklumpum sem þjóni þeim tilgangi að koma í veg fyrir að litlir hnullungar, sem enginn skilur hvaða tilgangi þjóni, hafni ekki á skrifstofuhúsnæðinu í slæmu veðri. Annar bíllinn færðist til, steypuklumparnir sömuleiðis og litlir hnullungar liggja úti um allt.Snark „Þegar stórar öldur koma þá fara þeir yfir á bílastæðin hjá okkur,“ segir Eilífur. Faxaflóahafnir hafi einmitt sent starfsmann í morgun til að hreinsa upp þessa hnullunga og annað drasl. Þeir hafi velt því upp við Faxaflóahafnir hvort ekki væri best að fjarlægja þá alveg. Lausnin hafi verið að setja þessa gulu steypuvarnarklumpa upp fyrir innan varnargarðinn. Ákvörðun sem fleiri í skrifstofuhúsnæðinu klóri sér í kollinum yfir. Varnargarður er við sjóinn, göngustígur þar fyrir innan, svo koma gulu steypuklumparnir og þar fyrir innan bílastæðið við Fiskislóð 31.Snark Snark hefur verið í húsnæðinu í fimm til sex ár. Mögulega séu þetta stærstu öldurnar sem skollið hafi á húsinu á þeim tíma, en þeir geti ekki vitað það fyrir víst. Enda ekki fastur liður hjá þeim að skoða upptökur úr eftirlitsmyndakerfinu eftir óveðursnætur. Að neðan má sjá þegar ein aldan skellur á skrifstofuhúsnæðinu við Fiskislóð 31.
Veður Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira