Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2022 21:48 Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Sigurjón Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu til nágrannaríkja í vestri frá því stríðið hófst fyrir tæpum þremur vikum nálgast ófluga þriðju milljónina. Um 1,8 milljónir þeirra hafa komið til Póllands þar sem stjórnvöld og almenningur hafa tekið vel á móti þeim. „Úkraínsku hermennirnir eru afar hugrakkir en þeir berjast betur ef þeir vita að fjölskyldur þeirra eru öruggar,“ segir Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands á Íslandi. Viðtökurnar verið stórbrotnar Sendirherrann bætir við að það sé áríðandi að konur, börn og eldra fólk fái skjól á meðan Rússar sprengi upp sjúkrahús og skóla og hlífi ekki barnshafandi konum eins og dæmin sýni. Það sé mikið verkefni að finna skóla fyrir þá hálfu milljón barna sem flúið hafi frá Úkraínu til Póllands. Forsetafrúr Póllands og Íslands hafi meðal annars rætt möguleika á að koma veikum og særðum börnum til Íslands. Fleiri lönd verði að leggja sitt að mörkum í þessum harmleik. „Ég er ekki frá Úkraínu en nú erum við öll Úkraínumenn.“ Viðtökur almennings, hóteleigenda og safnaða hafi verið stórbrotin. „Hver Pólverji er nú reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt. Við höfum ekki byggt neinar flóttamannabúðir,“ segir Pokruszynski. Flestir Pólverjar eigi sögu af erfiðum samskiptum við Rússa Sendiherrann segir flesta Pólverja eiga sögu af hörmulegum samskiptum við Rússland og Sovétríkin sálugu, síðast í heimsstyrjöldinni síðari og á kaldastríðs árunum. Sjálfur hafi hann verið sendiherra í Kænugarði í Maidan uppreisninni árið 2014. „Ég varð vitni að því hversu hugrakkir Úkraínumenn eru. Þeir berjast. Við vitum ekki hversu lengi þessar hörmungar munu standa. Við vitum ekki hversu grimmur Putin er.“ Rússar hafi ekki náð markmiðum sínum á fyrstu þremur vikum stríðsins. Rússneski herinn sé stór en ómarkviss. Örvæntingin reki Rússa til árása á óbreytta borgara sem þeim reynist erfitt að breiða yfir með áróðri. „Áður fyrr voru þeir mjög góðir áróðursmenn en nú bregst þeim bogalistin í áróðrinum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Úkraína Flóttamenn Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira