Án nýrrar byggðalínu er tómt mál að tala um aukna orkuvinnslu, orkuskipti eða loftslagsmarkmið Jón Skafti Gestsson skrifar 16. mars 2022 11:31 Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Skýrsla ráðherra um stöðu og áskoranir í orkumálum með vísan til markmiða og áherslna í loftslagsmálum var kynnt nýlega. Það er ánægjulegt að þau sjónarmið sem við hjá Landsneti höfum talað fyrir fá undirtektir hjá höfundum skýrslunnar. Í kynningu ráðherra kom fram að auka þyrfti orkuvinnslu hér á landi um allt að 124% á næstu 18 árum en Landsnet hefur undanfarin ár varað við yfirvofandi orkuskorti. Tilefni skýrslunnar, að meta orkuþörf næstu áratuga, var sérstaklega aðkallandi í ljósi þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa á afhendingu raforku nú undanfarna mánuði. Síðasta desember kom fram í yfirlýsingum Landsvirkjunar að takmarkanir í flutningskerfinu væru þess valdandi að 500 GWst færu forgörðum. Vísbendingar eru enn fremur um að önnur orkufyrirtæki séu í sambærilegri stöðu. Til að setja þá tölu í samhengi þá jafngilda 500 GWst 60 MW virkjun í fullri keyrslu allt árið, ígildi Kröfluvirkjunar eða Vatnsfellsstöðvar. Þetta er umfang þeirrar orku sem tapast af því að flutningskerfið ræður ekki við hlutverk sitt. Sé litið til aukinnar orkuþarfar upp á 124% er ljóst að viðbótaraflþörf er um og yfir 100 MW á ári, nálægt því tvöfalt það sem nú tapast vegna takmarkaðs flutningskerfis. Þar sem flutningskerfið ræður ekki að fullu við hlutverk sitt við núverandi aðstæður ætti að vera ljóst að flutningskerfi raforku þarfnast verulegrar styrkingar og það án tafar. Byggja þarf nýja kynslóð byggðalínu sem liggur hringinn í kringum landið og myndar hryggjarstykkið í raforkukerfinu enda er núverandi byggðalína að nálgast endalok 50 ára líftíma síns. Tækifæri að tapast Fyrsta mál á dagskrá ætti að vera styrking flutningskerfisins frá Austurlandi að Hvalfirði. Þá verður hægt að nýta þessar 500 GWst frá Landsvirkjun án þess að virkja og með minni tilkostnaði. Enn fremur fæst stóraukin afhendingargeta raforku og aukið afhendingaröryggi með sterkara flutningskerfi, sérstaklega á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Undanfarin misseri hafa opinberast sögur af töpuðum tækifærum í atvinnuþróunarmálum um allt land. Sameiginlegur þráður í mörgum þeirra er að takmarkað aðgengi að raforku heftir bæði stór og smá fyrirtæki. Allt frá Kalkþörungavinnslu á Vestfjörðum yfir í líftæknifyrirtæki á Suðurnesjum. Þessari stöðu verður ekki breytt nema að flutningskerfi raforku verði styrkt. Þessi starfsemi er þó léttvæg í samanburði við það sem þarf til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Það er sérstaklega mikilvægt að auka afhendingaröryggi á Norðurlandi og Vestfjörðum en undanfarin ár hefur afhendingaröryggi verið umtalsvert minna þar en annars staðar á landinu en er þó einnig slæmt í öðrum landshlutum. Þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana í kerfi Landsnets hefur að jafnaði verið um 600 milljónir árlega. Kostnaður sem leggst á fyrirtæki í gegnum verri rekstrarskilyrði og tapaða framleiðslu og minni lífsgæðum almennings. Sú staða verður ekki leyst með fleiri virkjunum, betri tengingar er nauðsynlegar. Áður hefur komið fram að Landsvirkjun taldi sig tapa 500 GWst árlega vegna takmarkana í flutningskerfinu. Kostnaður við virkjun sem gæti útvegað slíkt orkumagn væri að líkindum í kringum 30 milljarða króna án kostnaðar við að tengja hana við flutningskerfið. Betri tenging er ódýrari og hagkvæmari byrjun Landsnet gæti hins vegar klárað framangreinda styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði fyrir 25-28 milljarða króna og þannig sparað þjóðarbúinu í kringum 5 milljarða í kostnað ásamt því að skapa meiri ábata með bættu afhendingaröryggi og aukinni afhendingargetu um allt land. Með því fást aukin lífsgæði almennings og betri rekstur fyrirtækja. Það er því allt í senn hagkvæmara, ódýrara og umhverfisvænna að klára styrkingu frá Austurlandi að Hvalfirði sem fyrst. Raunar er það svo að öll markmið okkar Íslendinga í orku- og loftslagsmálum eru háð því að styrkja flutningskerfið án tafar. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar