Gamaldags hugsun í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 17. mars 2022 08:01 Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fóru fram tvennar umræður þingmanna á Alþingi við heilbrigðisráðherra, annars vegar um fjarheilbrigðisþjónustu og hins vegar um geðheilbrigðismál. Oft var enda þörf en nú nauðsyn. Rannsóknir og mælingar benda til þess að geðheilsa hafi farið mjög versnandi og að geðheilbrigðisvandi íslensku þjóðarinnar sé umfangsmikill. Þar spilar heimsfaraldur auðvitað sitt hlutverk, en aðgerðir stjórnvalda til að sporna við faraldrinum hafa haft sérstaklega slæm áhrif á andlega líðan fólks, ekki síst barna og ungmenna. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur verið veitt með góðum árangri í dreifbýlum löndum í áratugi. Enda eykur tæknin aðgengi þeirra sem búa í dreifbýli gríðarlega. Á sama tíma og eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu hefur aukist, skýtur skökku við að hið opinbera hafi ekki nýtt fjarheilbrigðisþjónustu til að bæta aðgengi og vinna á geðheilbrigðisvandanum. Fjölmargar einkareknar stofur í geðheilbrigðisþjónustu nýta sér þessa tækni sem hefur gefist vel, en hins vegar nýtir engin opinber þjónustustofnun sér hana. Og það þrátt fyrir að til staðar sé íslensk tækni sem hefur öll tilskilin leyfi Landlæknis. Af hverju gengur hinu opinbera mun hægar en einkaaðilum að brjóta niður þá veggi sem stjórnvöld segja að séu til staðar á milli þjónustunnar og þeirrar tækni sem er til staðar? Með því að bjóða bæði upp á stað- og fjarþjónustu um allt land er hægt að stytta biðtíma og -lista, nýta tíma heilbrigðisstarfsfólks betur og byggja upp sterkt teymi stuðnings og aðstoðar. Efling geðheilbrigðisþjónustu er forgangsmál í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar líkt og í þeim fyrri. Getur verið að gamaldags hugsun komi í veg fyrir skynsama uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar