Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares skrifar 16. mars 2022 14:00 Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra Hlíf Ocares Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri fyrir öll börn er ekki aðeins réttlætismál hvers samfélags heldur hafa þau líka efnahagslega þýðingu. Samfélag sem gefur öllum börnum tækifæri á að nýta hæfileika sína nýtir mannauð sinn betur og skapar bæði einstaklingum og samfélagi meiri verðmæti. Undanfarið hefur verið fjallað um nýja skýrslu sem nefnist Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum enda niðurstöðurnar sláandi. Hvergi á Norðurlöndum er brottfall úr framhaldsskólum meira en hér á landi. Niðurstöðurnar þykja birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Þessu verðum við að bregðast hratt við enda er kostnaður einstaklinga og samfélags af þessu mikill því mun meiri hætta er á að ungt fólk án framhaldsskólamenntunar glími við atvinnuleysi og sé því hvorki í skóla né vinnu með tilheyrandi félagslegri einangrun. Með því skapast einnig hætta á að það geti seinna meir ekki skapað börnum sínum þá framtíð sem það hefði óskað þeim. Við höfum ekki efni á að bregðast ekki við Hætta er á að staðan geti verið að versna enn frekar. Ungmenni samtímans hafa gengið í gegnum mikla einangrun vegna Covid 19 og því miður eru ekki bjartir tímar framundan ef litið er til þess sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Íslendingar hafa ekki efni á að grípa ekki inn í þessa stöðu og það er ekki hægt að velta ábyrgðinni yfir á framhaldsskólana eina. Vandi þessara barna byrjar mun fyrr og grefur helst um sig í grunnskólum en verður ekki sýnilegur fyrr en í framhaldsskóla. Félagsleg fjárfesting sem borgar sig Sveitarfélög bera ábyrgð á leik- og grunnskólastiginu og eiga og verða að grípa inn í þessa þróun. Viðbrögð við þessari alvarlegu stöðu eru félagsleg fjárfesting sem mun borga sig margfalt til baka en kosta ómælt tjón ef ekki er brugðist við. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki tekið forystu í málum barna, stór hluti þess vanda sem upp er kominn skrifast á metnaðarleysi borgarinnar í skólamálum. Tökum til í borginni, bætum skólakerfið og veitum öllum börnum borgarinnar jöfn tækifæri. Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar