Martröðin í Mariupol: Rússar valda dauða, hungri og örvæntingu með látlausum sprengjuárásum Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2022 19:28 Lífið í hafnarborginni Mariupol í suðurhluta Úkraínu er hrein martröð frá morgni til kvölds. Rússar hafa umkringt borgina vikum saman og halda uppi stöðugum stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á borgina. AP/Evgeniy Maloletka Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. Við vörum sterklega við myndefninu sem fylgir þessari frétt. Það er fátt sem minnir á mennsku í Mariupol annað en ótti og örvænting. Annar eins hryllingur hefur ekki sést í Evrópu frá því í þjóðernishreinsunum í Bosníu og í seinni heimsstyrjöldinni. Vikum saman hafa íbúar borgarinnar verið rafmagnslausir, án rennandi vatns og húshitunar og nú eru matarbirgðir á þrotum. Það er ljós í myrkrinu að tekist hefur að koma um tuttugu þúsund manns frá borginni undanfarinn sólahring en ekki hefur tekist að koma til þeirra vistum af nokkru ráði. Mariana Vishegirskaya flýr niður stiga á sjúkrahúsi sem varð fyrir sprengjuárás hinn 9. mars. Hún fæddi barn sitt daginn eftir í miðjum sprengjugný.AP/Evgeniy Maloletka Engu er hlíft. Skólar, íbúðarhús og sjúkrahús eru sprengd í loft upp. Mæður og feður horfa upp á börn sýn deyja og börn missa foreldra sína. Í sjónvarpsfréttinni sem fylgir þessari frétt sjáum við örvæntingarfulla móðir fylgjast með bráðaliðum reyna að hnoða líf í barn hennar á meðan sprengjum rignir yfir borgina. Læknar og hjúkrunarfólk reyna árangurslaust að lífga við 18 mánaða dreng sem særðist í stórskotaliðsárás á borgina.AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Putin Rússlandsforseti bannar löndum sínum að kalla innrásina stríð og þeir sem gera það geta átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. „Sérstök hernaðaraðgerð“ skal það heita, til að afvopna úkraínska herinn, uppræta nasisma og frelsa Úkraínumenn af rússneskum uppruna undan ofsóknum úkraínskra stjórnvalda. Faðir syrgir son sinn á unglingsaldri sem féll í árásum Rússa á Mariupol hinn 2. mars.AP/Evgeniy Maloletka Rúmlega 44 prósent íbúa Mariupol eru af rússneskum uppruna. Íbúarnir ákalla ekki Putin um hjálp þessa dagana. Þau óska þess eins að sprengjuregninu linni og að þau fái frið. Ungt par kemur hlaupandi inn á sjúkrahús. Faðirinn heldur á líflausu barni þeirra. Hjúkrunarfólk tekur á móti barninu og það er allt reynt en ekki tekst að bjarga því. Fullorðinn maður grætur yfir líki ættingja sem búið er að breiða blóðugt lak yfir. Hjúkrunarfólk bugast og grætur örmagna á göngum sjúkrahúsa. Örvæntingin á sjúkrahúsunum, á götum úti, í borginni almennt er alger. Ungt par, Marina Yatsko og Fedor kærasti hennar koma með Kirill 18 mánaða son sinn líflausan á spítala í Mariupol hinn 4. mars. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.AP/Evgeniy Maloletka Í miðjum hryllingnum kemur nýtt líf í heiminn. Konur fæða börn við þessar hörmulegu aðstæður. En í næsta herbergi ræður sorgin ríkjum. Sum hinna nýfæddu barna lifa en enginn veit hversu lengi. Önnur deyja ásamt mæðrum sínum eins og dæmi úr fréttum vikunnar sanna eftir sprengjuárás á fæðingar- og barnaspítala í borginni. Nú þegar hafa á þriðja þúsund manns, konur, börn og karlmenn, fallið í Mariupol. Lík liggja á víð og dreif á götum úti. Látnum er hrúgað í flýti í fjöldagrafir á lóðum við fjölbýlishús. Fólk þorir ekki upp úr kjöllurum og loftvarnabyrgjum í langan tíma í einu vegna stöðugra stórskotaliðs- og eldflaugaárása. Lík fallina liggja á víð og dreif á götum borgarinnar þar sem fólk leggur ekki í að safna þeim saman vegna stöðugra sprengjuárása. Þessi mynd var tekin hinn 7. mars.AP/Evgeniy Maloletka Ástandið er einna verst í Mariupol en Rússar skjóta á fjölda bæja og borga og hafa hert árásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Þar hefur 35 stunda útgöngubann verið í gildi frá í gær svo úkraínskir hermenn greini óvininn betur. Úkraínumenn segja að kvikmyndir teknar með dróna í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt vera af árás þeirra á rússneska skriðdrekasveit í útjaðri Kænugarðs í gær. Þar hafi tekist að halda aftur af innrás Rússa í borgina. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa hafa breyst í blygðunarlausa hryðjuverkamenn. Þingmenn risu úr sætum og hylltu Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Hann segir nauðsynlegt að draga alla þá sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Úkraínu fyrir sérstakan stríðsglæpadómstól.AP/J. Scott Applewhite „Við erum að efla aðgerðir okkar til að láta innrásarmennina standa skil á gerðum sínum. Þeir ættu að svara til saka fyrir alþjóðlegum dómstól, fyrir allt sem þeir hafa gert gegn Úkraínu, gegn þjóð okkar, fyrir þau hryðjuverk sem rússneski herinn hefur framið í landinu okkar,“ segir Zelenskyy. Langt frá hryllingnum í Mariupol halda snyrtilega klæddir talsmenn einræðisstjórnarinnar í Rússlandi eins og Sergey Lavrov utanríkisráðherra áfram að setja umheiminum skilyrði. „Það geta ekki verið nein vopn í Úkraínu sem ógna Rússlandi. Við erum reiðubúnir að flokka þau vopn sem við teljum okkur ekki stafa ógn af,“ sagði Lavrov í dag. En hann og Putin hafa margítrekað að ekkert minna dugi en ganga milli bols og höfuðs á úkraínska hernum. Nú síðdegis sprengdu Rússar sögufrægt leikhús Mariupol í loft upp. Óttast er að hundruð manns hafi fallið en borgarstjóri Mariupol segir að á bilinu eitt þúsund til tólf hundruð manns hafi leitað skjóls í leikhúsinu fyrir árásina. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins komu saman til fundar í Brussel í dag um stríðið í Úkraínu. Einstök ríki bandalagsins hafa styrkt Úkraínu með vopnum og veitt aðra aðstoð og heita ráðherrarnir þrír að efla liðsstyrk NATO í bandalagsríkjunum í austur Evrópu á næstu fimm til tíu árum. Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði Bandaríkjaþing í dag og þakkaði Bandaríkjaforseta og þinginu fyrir stuðninginn og staðfestu samþykktir þingsins fyrir því að allir þeir sem framið hefðu stríðsglæpi gegn úkraínínsku þjóðinni í stríðinu yrðu dregnir fram í dagsljósið. „Nú er það svo, á þessum myrkasta tíma fyrir landið okkar, fyrir alla Evrópu, þá hvet ég ykkur til að gera meira. Nýjar refsiaðgerðir verða stöðugt að koma til í hverri viku þangað til hernaðarvél Rússa stöðvast,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi herforingi segir næstu daga skipta öllu máli Rússar eiga í vandræðum. Þá skortir skotfæri og mannafla og geta ekki viðhaldið árásum sínum til lengdar. Hvernig innrás þeirra í Úkraínu heppnast veltur á gengi þeirra næstu tíu daga. 16. mars 2022 15:30 „Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40 Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Það er fátt sem minnir á mennsku í Mariupol annað en ótti og örvænting. Annar eins hryllingur hefur ekki sést í Evrópu frá því í þjóðernishreinsunum í Bosníu og í seinni heimsstyrjöldinni. Vikum saman hafa íbúar borgarinnar verið rafmagnslausir, án rennandi vatns og húshitunar og nú eru matarbirgðir á þrotum. Það er ljós í myrkrinu að tekist hefur að koma um tuttugu þúsund manns frá borginni undanfarinn sólahring en ekki hefur tekist að koma til þeirra vistum af nokkru ráði. Mariana Vishegirskaya flýr niður stiga á sjúkrahúsi sem varð fyrir sprengjuárás hinn 9. mars. Hún fæddi barn sitt daginn eftir í miðjum sprengjugný.AP/Evgeniy Maloletka Engu er hlíft. Skólar, íbúðarhús og sjúkrahús eru sprengd í loft upp. Mæður og feður horfa upp á börn sýn deyja og börn missa foreldra sína. Í sjónvarpsfréttinni sem fylgir þessari frétt sjáum við örvæntingarfulla móðir fylgjast með bráðaliðum reyna að hnoða líf í barn hennar á meðan sprengjum rignir yfir borgina. Læknar og hjúkrunarfólk reyna árangurslaust að lífga við 18 mánaða dreng sem særðist í stórskotaliðsárás á borgina.AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Putin Rússlandsforseti bannar löndum sínum að kalla innrásina stríð og þeir sem gera það geta átt yfir höfði sér allt að 15 ára fangelsi. „Sérstök hernaðaraðgerð“ skal það heita, til að afvopna úkraínska herinn, uppræta nasisma og frelsa Úkraínumenn af rússneskum uppruna undan ofsóknum úkraínskra stjórnvalda. Faðir syrgir son sinn á unglingsaldri sem féll í árásum Rússa á Mariupol hinn 2. mars.AP/Evgeniy Maloletka Rúmlega 44 prósent íbúa Mariupol eru af rússneskum uppruna. Íbúarnir ákalla ekki Putin um hjálp þessa dagana. Þau óska þess eins að sprengjuregninu linni og að þau fái frið. Ungt par kemur hlaupandi inn á sjúkrahús. Faðirinn heldur á líflausu barni þeirra. Hjúkrunarfólk tekur á móti barninu og það er allt reynt en ekki tekst að bjarga því. Fullorðinn maður grætur yfir líki ættingja sem búið er að breiða blóðugt lak yfir. Hjúkrunarfólk bugast og grætur örmagna á göngum sjúkrahúsa. Örvæntingin á sjúkrahúsunum, á götum úti, í borginni almennt er alger. Ungt par, Marina Yatsko og Fedor kærasti hennar koma með Kirill 18 mánaða son sinn líflausan á spítala í Mariupol hinn 4. mars. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar.AP/Evgeniy Maloletka Í miðjum hryllingnum kemur nýtt líf í heiminn. Konur fæða börn við þessar hörmulegu aðstæður. En í næsta herbergi ræður sorgin ríkjum. Sum hinna nýfæddu barna lifa en enginn veit hversu lengi. Önnur deyja ásamt mæðrum sínum eins og dæmi úr fréttum vikunnar sanna eftir sprengjuárás á fæðingar- og barnaspítala í borginni. Nú þegar hafa á þriðja þúsund manns, konur, börn og karlmenn, fallið í Mariupol. Lík liggja á víð og dreif á götum úti. Látnum er hrúgað í flýti í fjöldagrafir á lóðum við fjölbýlishús. Fólk þorir ekki upp úr kjöllurum og loftvarnabyrgjum í langan tíma í einu vegna stöðugra stórskotaliðs- og eldflaugaárása. Lík fallina liggja á víð og dreif á götum borgarinnar þar sem fólk leggur ekki í að safna þeim saman vegna stöðugra sprengjuárása. Þessi mynd var tekin hinn 7. mars.AP/Evgeniy Maloletka Ástandið er einna verst í Mariupol en Rússar skjóta á fjölda bæja og borga og hafa hert árásir sínar á höfuðborgina Kænugarð. Þar hefur 35 stunda útgöngubann verið í gildi frá í gær svo úkraínskir hermenn greini óvininn betur. Úkraínumenn segja að kvikmyndir teknar með dróna í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt vera af árás þeirra á rússneska skriðdrekasveit í útjaðri Kænugarðs í gær. Þar hafi tekist að halda aftur af innrás Rússa í borgina. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti segir Rússa hafa breyst í blygðunarlausa hryðjuverkamenn. Þingmenn risu úr sætum og hylltu Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Hann segir nauðsynlegt að draga alla þá sem beri ábyrgð á stríðsglæpum í Úkraínu fyrir sérstakan stríðsglæpadómstól.AP/J. Scott Applewhite „Við erum að efla aðgerðir okkar til að láta innrásarmennina standa skil á gerðum sínum. Þeir ættu að svara til saka fyrir alþjóðlegum dómstól, fyrir allt sem þeir hafa gert gegn Úkraínu, gegn þjóð okkar, fyrir þau hryðjuverk sem rússneski herinn hefur framið í landinu okkar,“ segir Zelenskyy. Langt frá hryllingnum í Mariupol halda snyrtilega klæddir talsmenn einræðisstjórnarinnar í Rússlandi eins og Sergey Lavrov utanríkisráðherra áfram að setja umheiminum skilyrði. „Það geta ekki verið nein vopn í Úkraínu sem ógna Rússlandi. Við erum reiðubúnir að flokka þau vopn sem við teljum okkur ekki stafa ógn af,“ sagði Lavrov í dag. En hann og Putin hafa margítrekað að ekkert minna dugi en ganga milli bols og höfuðs á úkraínska hernum. Nú síðdegis sprengdu Rússar sögufrægt leikhús Mariupol í loft upp. Óttast er að hundruð manns hafi fallið en borgarstjóri Mariupol segir að á bilinu eitt þúsund til tólf hundruð manns hafi leitað skjóls í leikhúsinu fyrir árásina. Varnarmálaráðherrar Atlantshafsbandalagsins komu saman til fundar í Brussel í dag um stríðið í Úkraínu. Einstök ríki bandalagsins hafa styrkt Úkraínu með vopnum og veitt aðra aðstoð og heita ráðherrarnir þrír að efla liðsstyrk NATO í bandalagsríkjunum í austur Evrópu á næstu fimm til tíu árum. Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði Bandaríkjaþing í dag og þakkaði Bandaríkjaforseta og þinginu fyrir stuðninginn og staðfestu samþykktir þingsins fyrir því að allir þeir sem framið hefðu stríðsglæpi gegn úkraínínsku þjóðinni í stríðinu yrðu dregnir fram í dagsljósið. „Nú er það svo, á þessum myrkasta tíma fyrir landið okkar, fyrir alla Evrópu, þá hvet ég ykkur til að gera meira. Nýjar refsiaðgerðir verða stöðugt að koma til í hverri viku þangað til hernaðarvél Rússa stöðvast,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrrverandi herforingi segir næstu daga skipta öllu máli Rússar eiga í vandræðum. Þá skortir skotfæri og mannafla og geta ekki viðhaldið árásum sínum til lengdar. Hvernig innrás þeirra í Úkraínu heppnast veltur á gengi þeirra næstu tíu daga. 16. mars 2022 15:30 „Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40 Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fyrrverandi herforingi segir næstu daga skipta öllu máli Rússar eiga í vandræðum. Þá skortir skotfæri og mannafla og geta ekki viðhaldið árásum sínum til lengdar. Hvernig innrás þeirra í Úkraínu heppnast veltur á gengi þeirra næstu tíu daga. 16. mars 2022 15:30
„Að vera leiðtogi heimsins þýðir að vera leiðtogi friðar“ „Úkraínska fólkið er ekki eingöngu að verja Úkraínu. Við erum að verja gildi Evrópu og gildi heimsins.“ 16. mars 2022 14:40
Innrásin í Úkraínu gæti valdið hungursneyð í þróunarríkjum Innrás Rússa í Úkraínu hefur kostað þúsundir mannslífa, flótta milljóna manna og valdið miklu eignatjóni, en afleiðingarnar teygja sig um allan heim og gætu valdið hungursneyð í þróunarríkjum. 16. mars 2022 14:10
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01