Fólk hringir og kvartar undan fjölda viðvarana Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 21:56 Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hver lægðin á fætur annarri hefur gengið yfir landið síðustu vikur og á morgun eru gular veðurviðvaranir á landinu öllu. Dæmi eru um að fólk hafi hringt á Veðurstofuna og kvartað yfir fjölda viðvarana. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“ Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið algengar í fréttum undanfarnar vikur. Hver lægðin hefur gengið yfir landið á fætur annarri og Veðurstofan verið dugleg að vara fólk við vályndum veðrum. Á morgun er til dæmis gul viðvörun á öllu landinu. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofunni, ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hvað er að útskýra þennan fjölda lægða síðustu vikur? „Það er fyrst og fremst lega landsins norður í miðju Atlantshafinu en líka heimskautaloft sem hefur plantað sér vestur af Grænlandi og síðan kemur hlýtt loft sem mætir því lofti. Þar verða lægðirnar til og svo vill þannig til að við liggjum beint til þegar þær færast norður eftir með háloftastraumunum,“ sagði Elín og bætti við að horfa þyrfti aftur til vetursins 2014-15 til að finna sambærilegt ástand. „Ég hugsa að við séum komin fram úr honum. Síðan var annar vetur þarna í kringum 2009 sem var svipaður og svo má fara aftur til sextíu og eitthvað.“ Hún segir ekki útlit fyrir að það dragi úr straumi lægða til landsins í bráð. „Þær eru þó kannski aðeins að hlýna og það dregur úr styrk þegar líður úr næstu viku. Við getum þá glaðst yfir því að það komi þá rigning frekar en snjókoma.“ Veðurstofan hefur, eðli málsins samkvæmt, haft nóg að gera síðustu vikur og meðal annars tekið á móti símtölum frá almenningi um viðvaranirnar. „Það er stundum verið að kvarta og athuga hvort við getum ekki hætt að gefa út allar þessar viðvaranir. Það er ekki skrýtið því þegar það eru rauðar viðvaranir þá gefum við út tuttugu og níu viðvaranir á einni vakt.“
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira