Sættir tekist í máli nakta mannsins í Nova-auglýsingunni Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 08:49 Sér til mikillar skelfingar birtist maðurinn allsber í auglýsingunni þó hans skilningur hafi verið sá að hann myndi ekki koma þar nakinn fram. Þetta hefur valdið honum verulegri vanlíðan og fór svo að hann stefndi þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Málið hefur nú verið fellt niður. skjáskot Mál mannsins sem birtist nakinn í Nova-auglýsingu gegn hans vilja hefur verið fellt niður en sættir hafa tekist milli málsaðila. Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“ Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira