Sættir tekist í máli nakta mannsins í Nova-auglýsingunni Jakob Bjarnar skrifar 17. mars 2022 08:49 Sér til mikillar skelfingar birtist maðurinn allsber í auglýsingunni þó hans skilningur hafi verið sá að hann myndi ekki koma þar nakinn fram. Þetta hefur valdið honum verulegri vanlíðan og fór svo að hann stefndi þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Málið hefur nú verið fellt niður. skjáskot Mál mannsins sem birtist nakinn í Nova-auglýsingu gegn hans vilja hefur verið fellt niður en sættir hafa tekist milli málsaðila. Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“ Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Vísir fjallaði á dögunum um afar sérstætt mál sem til stóð að leggja fyrir héraðsdóm og var komið á dagskrá. Ónefndur maður birtist allsber í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova sem vakti mikla athygli. Maðurinn sagðist hafa verið fullvissaður um það, þó hann væri á Adamsklæðum einum á tökustað, að hann myndi ekki sjást strípaður á skjánum. Það fór þó ekki svo og stefndi maðurinn þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Þó Nova væri ekki beinn aðili máls sendi fjarskiptafyrirtækið frá sér sérstaka tilkynningu í kjölfar fréttar Vísis þar sem fullum stuðningi við manninn, svo sem sálfræðiaðstoð, var lofað en það fylgdi sögunni að birting auglýsingarinnar hafi fengið mjög á manninn. Að sögn talsmanns Nova var það einmitt ekki tilgangurinn með auglýsingunni. En nú hafa sem sagt tekist sættir milli málsaðila. Sævar Þór Jónsson er lögmaður mannsins og hann segir að málið hafi verið fellt niður í gær. Hann segist ekkert mega tjá sig um efni sáttarinnar. En það sé ánægjulegt að málinu sé lokið og málsaðilar sáttir. Dómskrafan í málinu voru sjö milljónir króna í bætur en Sævar Þór segist ekkert geta tjáð sig um efnisatriði sáttarinnar, aðeins þetta að það sé ekkert endilega besta lausnin að reka dómsmál þegar ágreiningur kemur upp. „Málinu er lokið og málsaðilar ánægðir. Þannig að það er jákvætt.“
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira