Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Breiðablik 55-89 | Breiðablik í fyrsta sinn í bikarúrslit Andri Már Eggertsson skrifar 17. mars 2022 19:59 Ísabella átti frábæran leik Vísir/Bára Dröfn Breiðablik var ekki í vandræðum með fyrstu deildar lið Snæfells. Breiðablik vann alla leikhlutana sem endaði með 34 stiga sigri 55-89. Snæfell spilaði vel í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að Breiðablik komst snemma fimm stigum yfir og þá biðu eflaust margir eftir að Blikar myndu sigla fram úr en þá kom oftar en ekki þriggja stiga skot sem hélt stelpunum frá Stykkishólmi inni í leiknum. Níu af fjórtán fyrstu stigum Snæfells komu úr þriggja stiga skotum. Breiðablik var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 18-25. Ísabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks var allt í öllu og gerði 9 stig og tók 7 fráköst. Barátta í leiknumVísir/Bára Dröfn Í öðrum leikhluta minnkaði Snæfell forskot Breiðabliks niður í fimm stig en þá vaknaði björninn. Breiðablik tók yfir leikinn og gerði sextán stig í röð. Staðan í hálfleik var 33-48 og brekkan orðin ansi brött fyrir stelpurnar frá Stykkishólmi. Breiðablik var ekkert á því að slaka á í seinni hálfleik heldur setti Þórdís Jóna Kristjánsdóttir strax tóninn með þriggja stiga körfu. Kelly klikkaði ekki á skoti í leiknumVísir/Bára Dröfn Blikar fengu þau forréttindi að spila á heimavelli í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Í þriðja leikhluta héldu Kópavogskonur áfram að því að auka forskot sitt og voru 25 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Það átti sér stað skondið atvik í upphafi fjórða leikhluta þegar Birgit Ósk Snorradóttir ruglaðist og skaut á eigin körfu en boltinn fór ekki ofan í. Breiðablik var skráð sem útilið þrátt fyrir að vera á heimavelli og af gömlum vana ruglaðist Birgit. Þetta hefur maður nú ekki séð áður. Spilað á ranga körfu í upphafi fjórða leikhluta í undanúrslitum VÍS bikars kvenna. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari 😂 pic.twitter.com/R6l7jtEJo7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 17, 2022 Það gekk ekkert upp í sóknarleik Snæfells í fjórða leikhluta og skoruðu stelpurnar frá Stykkishólmi aðeins tvær körfur á sjö mínútum. Breiðablik vann á endanum 34 stiga sigur 55-89 og mun leika til úrslita í VÍS-bikarnum á laugardaginn. Blikar klöppuðu fyrir áhorfendumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Breiðablik? Það er mikill getumunur á liðunum. Breiðablik er í sjötta sæti í Subway-deildinni á meðan Snæfell missti af úrslitakeppninni í fyrstu deild. Breiðablik vann alla leikhlutana og var þetta svokölluð gönguferð í Kópavogsgarðinn. Hverjar stóðu upp úr? Ísabella Ósk Sigurðardóttir fór á kostum og endaði með tvöfalda tvennu. Ísabella gerði 19 stig og tók 17 fráköst. Michaela Lynn Kelly klikkaði ekki á skoti í leiknum. Hún endaði með 20 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Breidd Snæfells er ekki mikil og kom það í ljós um leið og bæði lið þurftu að skipta inn á. Snæfell tók færri fráköst, gaf færri stoðsendingar og tapaði fleiri boltum en Breiðablik. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir annað hvort Njarðvík eða Haukum í úrslitum VÍS-bikarsins laugardaginn klukkan 19:45. Baldur: Frábær skóli fyrir yngri leikmenn Snæfells Baldur Þorleifsson talar við sínar stelpurVísir/Bára Dröfn Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, bar höfuðið hátt eftir 34 stiga tap gegn Breiðabliki. „Gæðamunurinn kom í ljós þegar leið á leikinn. Ég er þó sáttur með þetta, stelpurnar höfðu gaman af þessu,“ sagði Baldur Þorleifsson brattur eftir leik. Snæfell byrjaði leikinn ágætlega og var ekki langt frá Breiðabliki eftir fyrsta leikhluta. „Leikurinn var í járnum til að byrja með en um leið og við þurftum að treysta á breiddina þá hallaði á okkur.“ Baldur sagði að lokum að þessi leikur var frábær skóli fyrir yngri leikmenn Snæfells sem munu taka við keflinu. Myndir: Varamannabekkur Snæfells fagnaði í miðjum leikVísir/Bára Dröfn Rebekka Rán gerði 12 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Anna Soffía Lárusdóttir gaf 3 stoðsendingarVísir/Bára Dröfn Breiðablik tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit í fyrsta sinnVísir/Bára Dröfn Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Snæfell Breiðablik
Breiðablik var ekki í vandræðum með fyrstu deildar lið Snæfells. Breiðablik vann alla leikhlutana sem endaði með 34 stiga sigri 55-89. Snæfell spilaði vel í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir að Breiðablik komst snemma fimm stigum yfir og þá biðu eflaust margir eftir að Blikar myndu sigla fram úr en þá kom oftar en ekki þriggja stiga skot sem hélt stelpunum frá Stykkishólmi inni í leiknum. Níu af fjórtán fyrstu stigum Snæfells komu úr þriggja stiga skotum. Breiðablik var sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 18-25. Ísabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður Breiðabliks var allt í öllu og gerði 9 stig og tók 7 fráköst. Barátta í leiknumVísir/Bára Dröfn Í öðrum leikhluta minnkaði Snæfell forskot Breiðabliks niður í fimm stig en þá vaknaði björninn. Breiðablik tók yfir leikinn og gerði sextán stig í röð. Staðan í hálfleik var 33-48 og brekkan orðin ansi brött fyrir stelpurnar frá Stykkishólmi. Breiðablik var ekkert á því að slaka á í seinni hálfleik heldur setti Þórdís Jóna Kristjánsdóttir strax tóninn með þriggja stiga körfu. Kelly klikkaði ekki á skoti í leiknumVísir/Bára Dröfn Blikar fengu þau forréttindi að spila á heimavelli í undanúrslitum VÍS-bikarsins. Í þriðja leikhluta héldu Kópavogskonur áfram að því að auka forskot sitt og voru 25 stigum yfir þegar haldið var í síðasta fjórðung. Það átti sér stað skondið atvik í upphafi fjórða leikhluta þegar Birgit Ósk Snorradóttir ruglaðist og skaut á eigin körfu en boltinn fór ekki ofan í. Breiðablik var skráð sem útilið þrátt fyrir að vera á heimavelli og af gömlum vana ruglaðist Birgit. Þetta hefur maður nú ekki séð áður. Spilað á ranga körfu í upphafi fjórða leikhluta í undanúrslitum VÍS bikars kvenna. Sjón er svo sannarlega sögu ríkari 😂 pic.twitter.com/R6l7jtEJo7— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 17, 2022 Það gekk ekkert upp í sóknarleik Snæfells í fjórða leikhluta og skoruðu stelpurnar frá Stykkishólmi aðeins tvær körfur á sjö mínútum. Breiðablik vann á endanum 34 stiga sigur 55-89 og mun leika til úrslita í VÍS-bikarnum á laugardaginn. Blikar klöppuðu fyrir áhorfendumVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Breiðablik? Það er mikill getumunur á liðunum. Breiðablik er í sjötta sæti í Subway-deildinni á meðan Snæfell missti af úrslitakeppninni í fyrstu deild. Breiðablik vann alla leikhlutana og var þetta svokölluð gönguferð í Kópavogsgarðinn. Hverjar stóðu upp úr? Ísabella Ósk Sigurðardóttir fór á kostum og endaði með tvöfalda tvennu. Ísabella gerði 19 stig og tók 17 fráköst. Michaela Lynn Kelly klikkaði ekki á skoti í leiknum. Hún endaði með 20 stig, tók 6 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Breidd Snæfells er ekki mikil og kom það í ljós um leið og bæði lið þurftu að skipta inn á. Snæfell tók færri fráköst, gaf færri stoðsendingar og tapaði fleiri boltum en Breiðablik. Hvað gerist næst? Breiðablik mætir annað hvort Njarðvík eða Haukum í úrslitum VÍS-bikarsins laugardaginn klukkan 19:45. Baldur: Frábær skóli fyrir yngri leikmenn Snæfells Baldur Þorleifsson talar við sínar stelpurVísir/Bára Dröfn Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, bar höfuðið hátt eftir 34 stiga tap gegn Breiðabliki. „Gæðamunurinn kom í ljós þegar leið á leikinn. Ég er þó sáttur með þetta, stelpurnar höfðu gaman af þessu,“ sagði Baldur Þorleifsson brattur eftir leik. Snæfell byrjaði leikinn ágætlega og var ekki langt frá Breiðabliki eftir fyrsta leikhluta. „Leikurinn var í járnum til að byrja með en um leið og við þurftum að treysta á breiddina þá hallaði á okkur.“ Baldur sagði að lokum að þessi leikur var frábær skóli fyrir yngri leikmenn Snæfells sem munu taka við keflinu. Myndir: Varamannabekkur Snæfells fagnaði í miðjum leikVísir/Bára Dröfn Rebekka Rán gerði 12 stig í leiknumVísir/Bára Dröfn Anna Soffía Lárusdóttir gaf 3 stoðsendingarVísir/Bára Dröfn Breiðablik tryggði sér farseðilinn í bikarúrslit í fyrsta sinnVísir/Bára Dröfn
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti