Hildur sér heildarmyndina Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:00 Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undir forystu Hildar Björnsdóttur hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík einstakt tækifæri til að ganga í endurnýjun lífdaga og leiða nauðsynleg kynslóðaskipti við stjórn borgarinnar. Hildur hefur sýnt það í störfum sínum sem borgarfulltrúi að hún er ekki föst í hjólförum fortíðarinnar og er fyrir vikið laus við kreddur stjórnamálamanna sem ekki sjá heildarmyndina. Með reynslu úr alþjóðlegu starfsumhverfi eftir búsetu erlendis hefur hún skilning á flóknu eðli borgarsamfélaga og að leiðin áfram felst í málamiðlunum en ekki innihaldslausum upphrópunum. Borgir eru síbreytilegar og þurfa að þjóna hagsmunum fjölbreyttra samfélagshópa. Af þeim sökum eru engar töfralausnir til við skipulag borga. Einstrengingslegar nálganir í skipulags- og byggingarmálum skila engu nema ósætti sem skipar fólki í óþarfa fylkingar og skotgrafir. Hildur hefur á liðnu kjörtímabili hafið sig á hispurslausan hátt yfir dægurþras stjórnmálanna og haft augun á stóru myndinni. Hún skilur ólíkar þarfir borgarbúa á mismunandi æviskeiðum sem þurfa samblöndu af fjölbreyttum lausnum og leiðum áfram, ekki yfirlætisleg boð, bönn og innantóm loforð. Hildur hefur komið inn sem ferskur andvari inn í borgarmálin. Fyrir þau okkar sem erum hlynnt þeirri rökréttu hugmyndafræði og faglegu stefnu sem innleidd hefur verið við skipulag Reykjavíkur, en trúum því jafnframt að minni og einfaldari yfirbygging við stjórn borgarinnar skili sér í skilvirkari rekstri og stjórnsýslu er Hildur ljósið í myrkrinu. Loksins hefur stigið fram borgarstjóraefni sem bæði frjálslynd og framfarasinnuð og laus við þá tilhneigingu að reyna í sífellu að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. Það er ánægjulegt og auðveld ákvörðun að kjósa Hildi Björnsdóttur til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í harðri alþjóðlegri samkeppni borga um fólk og fyrirtæki þarf höfuðborgin leiðtoga sem sameinar en ekki sundrar. Hildur Björnsdóttir er sá leiðtogi. Höfundur er borgarskipulagsfræðingur.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar