Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 34-22 | Fram ekki í neinum vandræðum Hjörvar Ólafsson skrifar 18. mars 2022 21:50 Fram vann öruggan sigur gegn HK í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram vann sannfærandi 34-22 sigur þegar liðið fékk HK í heimsókn í Safamýrina Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en Fram, sem trónir á toppi deildarinnar, náði fljótlega öruggu forskoti sem heimakonur létu ekki af hendi. Munurinn í hálfleik var sex mörk en sóknarleikur HK var ráðleysislegur og tapaðir boltar enduðu hvað eftir annað í auðveldum mörkum Fram úr hraðaupphlaupum. HK-ingar hófu seinni hálfleikinn vel og náðu aðeins að saxa á forskot Fram en þá tók Safamýrarliðið aftur við sér og jók forystu sína jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Niðurstaðan tólf marka sigur Framliðsins. Af hverju vann Fram? Fram náði að stýra hraðanum í leiknum og fékk fjölmörg auðveld mörk úr hröðum sóknum. Sóknarleikur Framliðsins var vel útfærður og mörg sóknarvopn sem voru beitt að þessu sinni. Þá var Hafdís Renötudóttir frábær á bakvið sterka vörn Safamýrarliðsins. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir spiluðu báðar afar vel en auk þess leggja í púkkinn með mörkum mötuðu þær samherja sína með stoðsendingum. Þá var Perla Ruth Albertsdóttir öflug á báðum endum vallarins. Góð innkoma Tinnu Valgerðar Gísladóttur var líka ánægjuleg. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var fremur endaslepptur og Arnar Gunnarsson hefur verk að vinna að fá hæfileikaríka leikmenn HK-liðsins til þess að vinna betur saman í uppstilltum sóknarleik liðsins. Það vantar ekki gæðin en framkvæmdin var ekki nógu vel útfærð að þessu sinni. Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn í Safamýrina á miðvikudaginn í næstu viku en HK-liðið heldur til Vestmanaeyja og leikur við ÍBV sama kvöld. Karen Knútsdóttir: Náðum að keyra upp hraðann Karen Knútsdóttir var eðlilega sátt með sigurinn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægðust með að við héldum tempóinu uppi allan leikinn og náðum að keyra góð hraðaupphlaup. Þá var vörnin líka öflug og Hafdís frábær þar á bak við," sagði Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi Fram í samtali við Vísi eftir leikinn. Karen var markahæst í liði Fram í leiknum með sjö mörk en þar að auki átti hún fjölmargar stoðsendingar á samherja sína. Hildur Þorgeirsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir komu næstar hjá Fram með fimm mörk hvor. „Það er gott að sjá í hversu góðu formi við erum nú þegar líður að úrslitakeppni. HK-ingar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn en við vorum fljótar að komast aftur upp á tærnar og sýndum mikinn stöðugleika í spilmennsku okkar allan leikinn sem er jákvætt," sagði Karen enn fremur. Fram er eftir þennan sigur með 25 stig á toppi deildarinnar og hefur þriggja stiga forskot á Val sem er í sætinu þar fyrir neðan. Sara Katrín: Ánægð með innkomu Arnars Sara Katrín Gunnarsdóttir er spennt fyrir komandi tímum með nýjum þjálfara.Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum of mörgum boltum og náðum ekki að útfæra sóknarleikinn nógu vel. Það er erfitt á móti jafn góðu liði og Fram er að fá svona mörg mörk á okkur úr hröðum sóknum," sagði Sara Katrín Gunnarsdóttir sem var ein af ljósu punktunum í leik HK í kvöld. Arnar Gunnarsson var að stýra HK í sínum fyrsta leik í kvöld en hann tók við liðinu af Halldóri Harra Kristjánssyni nýverið. „Mér líst mjög vel á það sem Arnar hefur haft fram að færa. Æfingarnar hafa verið mjög góðar, mikil ákefð og góð stemming. Við erum að æfa nýjar áherslur í varnarleiknum og það tekur tíma að slípa það saman Ég er spennt fyrir komandi verkefnum og hef engar áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir slæmt tap hérna í Safamýrinni,"sagði Sara Katrín sem skoraði þrjú mörk fyrir HK í þessum leik. Olís-deild kvenna Fram HK
Fram vann sannfærandi 34-22 sigur þegar liðið fékk HK í heimsókn í Safamýrina Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda en Fram, sem trónir á toppi deildarinnar, náði fljótlega öruggu forskoti sem heimakonur létu ekki af hendi. Munurinn í hálfleik var sex mörk en sóknarleikur HK var ráðleysislegur og tapaðir boltar enduðu hvað eftir annað í auðveldum mörkum Fram úr hraðaupphlaupum. HK-ingar hófu seinni hálfleikinn vel og náðu aðeins að saxa á forskot Fram en þá tók Safamýrarliðið aftur við sér og jók forystu sína jafnt og þétt það sem eftir lifði leiks. Niðurstaðan tólf marka sigur Framliðsins. Af hverju vann Fram? Fram náði að stýra hraðanum í leiknum og fékk fjölmörg auðveld mörk úr hröðum sóknum. Sóknarleikur Framliðsins var vel útfærður og mörg sóknarvopn sem voru beitt að þessu sinni. Þá var Hafdís Renötudóttir frábær á bakvið sterka vörn Safamýrarliðsins. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir spiluðu báðar afar vel en auk þess leggja í púkkinn með mörkum mötuðu þær samherja sína með stoðsendingum. Þá var Perla Ruth Albertsdóttir öflug á báðum endum vallarins. Góð innkoma Tinnu Valgerðar Gísladóttur var líka ánægjuleg. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK var fremur endaslepptur og Arnar Gunnarsson hefur verk að vinna að fá hæfileikaríka leikmenn HK-liðsins til þess að vinna betur saman í uppstilltum sóknarleik liðsins. Það vantar ekki gæðin en framkvæmdin var ekki nógu vel útfærð að þessu sinni. Hvað gerist næst? Fram fær Stjörnuna í heimsókn í Safamýrina á miðvikudaginn í næstu viku en HK-liðið heldur til Vestmanaeyja og leikur við ÍBV sama kvöld. Karen Knútsdóttir: Náðum að keyra upp hraðann Karen Knútsdóttir var eðlilega sátt með sigurinn í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Ég er ánægðust með að við héldum tempóinu uppi allan leikinn og náðum að keyra góð hraðaupphlaup. Þá var vörnin líka öflug og Hafdís frábær þar á bak við," sagði Karen Knútsdóttir, leikstjórnandi Fram í samtali við Vísi eftir leikinn. Karen var markahæst í liði Fram í leiknum með sjö mörk en þar að auki átti hún fjölmargar stoðsendingar á samherja sína. Hildur Þorgeirsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir komu næstar hjá Fram með fimm mörk hvor. „Það er gott að sjá í hversu góðu formi við erum nú þegar líður að úrslitakeppni. HK-ingar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn en við vorum fljótar að komast aftur upp á tærnar og sýndum mikinn stöðugleika í spilmennsku okkar allan leikinn sem er jákvætt," sagði Karen enn fremur. Fram er eftir þennan sigur með 25 stig á toppi deildarinnar og hefur þriggja stiga forskot á Val sem er í sætinu þar fyrir neðan. Sara Katrín: Ánægð með innkomu Arnars Sara Katrín Gunnarsdóttir er spennt fyrir komandi tímum með nýjum þjálfara.Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum of mörgum boltum og náðum ekki að útfæra sóknarleikinn nógu vel. Það er erfitt á móti jafn góðu liði og Fram er að fá svona mörg mörk á okkur úr hröðum sóknum," sagði Sara Katrín Gunnarsdóttir sem var ein af ljósu punktunum í leik HK í kvöld. Arnar Gunnarsson var að stýra HK í sínum fyrsta leik í kvöld en hann tók við liðinu af Halldóri Harra Kristjánssyni nýverið. „Mér líst mjög vel á það sem Arnar hefur haft fram að færa. Æfingarnar hafa verið mjög góðar, mikil ákefð og góð stemming. Við erum að æfa nýjar áherslur í varnarleiknum og það tekur tíma að slípa það saman Ég er spennt fyrir komandi verkefnum og hef engar áhyggjur af stöðu mála þrátt fyrir slæmt tap hérna í Safamýrinni,"sagði Sara Katrín sem skoraði þrjú mörk fyrir HK í þessum leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti