Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 18:15 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir svik með rafræn skilríki afar fátíð. Bylgjan Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira