Segir sjaldgæft að rafræn skilríki séu misnotuð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 18:15 Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir svik með rafræn skilríki afar fátíð. Bylgjan Framkvæmdastjóri Auðkennis, sem fer með þjónustu rafrænna skilríkja hér á landi, segir enga ástæðu til að óttast misnotkun á rafrænum skilríkjum í auðgunarskyni. Slík svik séu nokkuð erfið í framkvæmd og fátíðari en annars konar fjármálasvik. Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni. Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira
Í dag birti Vísir viðtal við lögmann sem segir dæmi þess að rafræn skilríki eldri borgara hafi verið misnotuð til þess að tæma bankareikninga og taka lán í þeirra nafni. Sagði hann málin vekja upp spurningar um notkunargildi rafrænna skilríkja. Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, segir hins vegar ekki tilefni til að óttast sérstaklega. Stafræn vegferð samfélagsins sé af hinu góða, og verði það áfram. „En auðvitað þarf alltaf að fara varlega í þessum þáttum, hvort sem það er í þessum rafrænu heimum eða þessum hefðbundnu. Þar leynast hættur og við verðum svolítið að læra að umgangast þessar hættur og allt í kringum það. Það er margt hægt að gera og aðilar eins og Auðkenni og þeir sem veita þessa þjónustu eru að gera mjög margt til þess að taka þessar lausnir þannig að þær séu þægilegar, einfaldar og notendavænar, en jafnframt öruggar líka,“ sagði Haraldur, en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Haraldur segir að til þess að misnota rafræn skilríki fólks þurfi brotamaðurinn að vera með símtæki þess sem brotið er á við höndina. Hann bendir á að flestir passi vel upp á snjalltæki sín, ekki eingöngu vegna rafrænna skilríkja, heldur einnig annarra þátta á borð við samfélagsmiðla. Hann segir að rafræn skilríki geti einfaldað líf fólks verulega, en auðvitað sé sá möguleiki til staðar, ef einhver kemst yfir símtæki manns, að hann geti nýtt sér rafræn skilríki til svika. „Sérstaklega ef þú ert kominn með einhvern sem er náinn, einhvern sem treystir viðkomandi, þá er oft erfitt að takast á við það. Hvort sem er í þessu eða einhverju öðru. Það þekkist auðvitað bara í gegnum árin og áratugina, að það er hægt að gera alls konar hluti ef þú nærð einhvern veginn stjórn á aðilum. Þetta er ein af hættunum.“ Fólk hafi ýmis ráð ef grunur um svik vaknar Aðspurður segir Haraldur miklar kröfur gerðar til öryggis þegar kemur rafrænum skilríkjum, og því ætti hökkurum að reynast afar erfitt að komast yfir rafræn skilríki fólks með tölvuárásum. Engin slík dæmi séu þekkt hjá Auðkenni. „Það er ekkert sem er hundrað prósent, en það eru engin þannig dæmi. Sem betur fer eru svik sem þessi mjög fátíð, það eru alls konar önnur svik sem eru miklu algengari, fjármálasvik sem eru þá ekki að nýta skilríkin,“ segir Haraldur. Fólk geti síðan gert ýmislegt til að vera á varðbergi. Það geti til að mynda fylgst með notkun skilríkja sinna á netinu ef það grunar að eitthvað misjafnt sé á seyði, það geti skipt um PIN-númer, eða afturkallað rafræn skilríki sín. „Þannig að það eru alls konar hlutir sem notendur geta gert,“ segir Haraldur og bætir við að þjónustuveitendur geri allt sem þeir geti til þess að minnka hættuna á að svik í tengslum við rafræn skilríki komi upp. Í spilaranum hér að ofan má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.
Lögreglumál Eldri borgarar Tækni Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Fleiri fréttir Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Sjá meira