Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 21:45 Áætlað er að um eitt prósent þeirra sem nú flýja stríðið í Úkraínu séu með gæludýr sín með á flóttanum. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fram kemur að ákvörðunin hafi verið tekin að fenginni umsögn Matvælastofnunar. Áætlað er að um eitt prósent flóttafólks frá Úkraínu hafi með sér gæludýr sín á flóttanum. „Til að bregðast við þeirri stöðu á mannúðlegan hátt hefur matvælaráðuneytið kannað hvort hægt sé að taka á móti þeim dýrum sem fylgja eigendum sínum til Íslands. Á fundi yfirdýralækna á Norðurlöndum sem haldinn var nýverið var mælst til að aðildarríki ESB væru sveigjanleg við móttöku gæludýra flóttafólks frá Úkraínu. Í framhaldinu hafa mörg Norðurlandanna veitt undanþágur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Þá er haft eftir Svandísi: „Flóttafólk frá Úkraínu hefur gengið í gegnum ólýsanlegar hörmungar og því er mikilvægt að við tökum á móti þeim á mannúðlegan hátt. Það er ekki á það bætandi að þurfa að skilja við dýrin sín við þessar aðstæður,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um þessa ákvörðun. Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Skilyrðin sett vegna hundaæðis Þau skilyrði sem sett eru fyrir því að fólk fái að taka gæludýr sín með sér hingað til lands eru meðal annars sett með tilliti til þess að útbreiðsla hundaæðis er talsverð í Úkraínu, en hundaæði hefur aldrei greinst á Íslandi. Um er að ræða alvarlegan sjúkdóm fyrir dýr og menn og því beri að sýna mikla varkárni. „Eitt af skilyrðum þessarar undanþágu er að dýr sé flutt beint á einangrunarstöð við komu til landsins og fái strax almenna heilbrigðisskoðun dýralæknis. Ef dýr er ekki örmerkt skal það merkt af dýralækni. Einnig verða óbólusett dýr bólusett gegn hundaæði og mótefni mæld 30 dögum síðar. Ef niðurstöður eru fullnægjandi skal dýr vera áfram í einangrun í 3 mánuði og það jafnframt meðhöndlað gegn innri og ytri sníkjudýrum að lágmarki tvisvar.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Gæludýr Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira