Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 22:16 Agnes biskup segir að kirkjan sé með opinn faðminn fyrir flóttafólki. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45
Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52