Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 22:16 Agnes biskup segir að kirkjan sé með opinn faðminn fyrir flóttafólki. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta kom fram í máli Agnesar M. Sigurðardóttir biskups í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rætt var við hana á Fosshótel Rauðarárstíg, þar sem tekið er á móti úkraínsku flóttafólki. „Kirkjan vill láta vita af því að við erum með opinn faðminn fyrir fólki frá Úkraínu eins og annað fólk hér á Íslandi, og mig langar til að segja þeim það. Ég hef nú þegar sent út til presta bæði leiðbeiningar og eitthvað um þessi mál, bænir og fleira. Þá hef ég verið að vísa til þess ástands sem er nú í Úkraínu. Við biðjum fyrir fólkinu og það er gaman að segja frá því að Úkraína hefur gefið okkur í íslensku kirkjunni miskunnarbæn sem við syngjum í kirkjunum og höfum gert mikið núna, í tvær þrjár vikur,“ sagði Agnes. Þá sagði hún mikilvægt að fólk fyndi að það væri velkomið. „Mér finnst líka nauðsynlegt að tala ekki um, heldur við, fólkið. Mig langaði til þess að segja þeim sjálfum hvað við höfum verið að undirbúa í kirkjunni og gera í kirkjunni og að kirkjan væri með opinn faðminn til að taka á móti þeim eins og öðrum“ Kirkjan hafi mikla reynslu af vinnu með flóttafólki, og sé meðal annars með alþjóðlegan söfnuð í Breiðholtskirkju í Reykjavík. „Við höfum nokkra reynslu af því að vinna með fólki sem hefur komið erlendis frá sem flóttafólk. Þannig að við viljum deila þeirri reynslu með þessu fólki sem við erum að taka á móti núna.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45
Börnin og mæðurnar sem urðu eftir í Póllandi nú á leið til Íslands Þær úkraínsku konur og börn þeirra sem voru skilin eftir á flugvellinum í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld eru nú komin upp í flugvél á leið til landsins. 18. mars 2022 19:52