Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 23:31 Róman Abramóvítsj er einn auðugasti maður Rússlands og sagður innsti koppur í búri hjá sjálfum Pútín. Sjálfur þvertekur hann þó fyrir það, en það hefur ekki komið í veg fyrir að vesturlönd hafi beitt hann víðtækum þvingunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikhail Svetlov/Getty Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira