Hafþór Júlíus eftir sigurinn gegn Eddie Hall: „Tæknin vann í kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 18:00 Hafþór Júlíus hafði betur gegn Eddie Hall. Talksport Hafþór Júlíus Björnsson vann Eddie Hall í því sem hefur verið kallað þyngsti boxbardagi sögunnar. Bardagi þeirra félaga endaði á dómaraborðinu en þar dæmdu allir Hafþóri í vil. Hann hrósaði Hall eftir bardagann og sagði jafnframt að sér liði eins og tæknin hefði unnið. Bæði Hafþór Júlíus og Eddie Hall eru fyrrum sterkustu menn í heimi. Langt er síðan þeir ákváðu að mætast í boxhringnum en vegna kórónuveirunnar var bardaganum ítrekað frestað. Hann fór loks fram í Dúbaí í gær, bardaginn var sex lotur og að honum loknum stóð Hafþór Júlíus uppi sem sigurvegari. Chaos from start to finish! Thor went on to win pic.twitter.com/QqSKaolGQE— Jim White (@JimWhite) March 20, 2022 Eftir mikil læti fyrir bardaga var sigurvegarinn frekar auðmjúkur í viðtali að honum loknum. „Ég vil þakka Eddia Hall og hans teymi fyrir að setja upp þessa frábæru sýningu, hann lét mig vinna fyrir hlutunum. Ég hef aldrei verið felldur á æfingum svo ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann getur látið höggin dynja, hann var ekki að ljúga. En í dag líður mér eins og tæknin hafi unnið.“ Thor – eins og hann er kallaður á vef TalkSport – segir að mögulega muni þeir mætast aftur þar sem Hall tapaði bardaganum. Thor cracks Eddie with a nice left hook at the end of Round 3, and the bell comes in clutch. #ThorVsEddie pic.twitter.com/zq9nB8y6MM— Richie Vargas (@RichieRich93_) March 19, 2022 „Hann virkaði enn smá reiður, eðlilega þar sem hann tapaði bardaganum. Ég er samt mjög ánægður og ef hann vill keppa aftur þá er það ekkert mál. Viljið þið sjá okkur keppa á nýjan leik?“ spurði Hafþór Júlíus að endingu. Box Kraftlyftingar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Bæði Hafþór Júlíus og Eddie Hall eru fyrrum sterkustu menn í heimi. Langt er síðan þeir ákváðu að mætast í boxhringnum en vegna kórónuveirunnar var bardaganum ítrekað frestað. Hann fór loks fram í Dúbaí í gær, bardaginn var sex lotur og að honum loknum stóð Hafþór Júlíus uppi sem sigurvegari. Chaos from start to finish! Thor went on to win pic.twitter.com/QqSKaolGQE— Jim White (@JimWhite) March 20, 2022 Eftir mikil læti fyrir bardaga var sigurvegarinn frekar auðmjúkur í viðtali að honum loknum. „Ég vil þakka Eddia Hall og hans teymi fyrir að setja upp þessa frábæru sýningu, hann lét mig vinna fyrir hlutunum. Ég hef aldrei verið felldur á æfingum svo ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann getur látið höggin dynja, hann var ekki að ljúga. En í dag líður mér eins og tæknin hafi unnið.“ Thor – eins og hann er kallaður á vef TalkSport – segir að mögulega muni þeir mætast aftur þar sem Hall tapaði bardaganum. Thor cracks Eddie with a nice left hook at the end of Round 3, and the bell comes in clutch. #ThorVsEddie pic.twitter.com/zq9nB8y6MM— Richie Vargas (@RichieRich93_) March 19, 2022 „Hann virkaði enn smá reiður, eðlilega þar sem hann tapaði bardaganum. Ég er samt mjög ánægður og ef hann vill keppa aftur þá er það ekkert mál. Viljið þið sjá okkur keppa á nýjan leik?“ spurði Hafþór Júlíus að endingu.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira