Vald hins þögla meirihluta Helgi Áss Grétarsson skrifar 21. mars 2022 11:01 Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Öldruð kona kom í heimsókn á kosningaskrifstofu mína sl. laugardag. Hana hafði ég aldrei hitt áður. Eigi að síður vildi hún kjósa mig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tíma tók að skrá hana í flokkinn. Á meðan upplýsti hún mig um hvernig þjónusta Reykjavíkurborgar hefði verið síðustu tvö æviár maka hennar en hann féll frá fyrir fáeinum misserum síðan. Í sem skemmstu máli, bar gesturinn heimaþjónustu sveitarfélagsins ekki vel söguna. Umönnun sjúklingsins hefði því í of miklum mæli lent á hennar herðum. Vandi konunnar var raunverulegur. Slík viðfangsefni vekja áhuga minn. Þau vil ég reyna leysa. Tíst smáfugla Á föstudagskvöldum er skemmtiþáttur hjá Ríkissjónvarpinu. Umsjónarmaður þess þáttar heldur úti tíst-reikningi (twitter-aðgangi). Viðkomandi var eitt sinn borgarfulltrúi. Eitthvað virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim ágæta manni að kjósendur prófkjörsins sl. helgi hafi í stríðum straumi séð ástæðu til að greiða mér atkvæði. Að minnsta kosti taldi fjölmiðlamaðurinn á ríkismiðlinum ástæðu til að endurtísta framlagi konu sem lýsir sér sem „öfgafemínistatussu sem hugsar ekki alltaf áður en hún talar“. Í því tístframlagi var sleginn hneykslunartónn yfir því atkvæðamagni sem ég fékk í prófkjörinu ásamt því að vísað var til vísis-greinar sem ég birti í júlí á síðasta ári. Sú vísis-grein laut í grunninn að mikilvægi þess að réttlát málsmeðferð sé viðhöfð þegar ásakanir eru settar fram um refsiverða eða siðferðislega vafasama hegðun nafngreindra einstaklinga. Sá boðskapur er sígildur og fellur vel að þeirri stjórnmálastefnu að taumhald verður að vera á valdbeitingu gagnvart þeim einstaklingum sem sökum eru bornir. Hornsteinar siðaðs samfélags byggja á þessu grundvallaratriði. Jákvætt er að árangur minn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. helgi hafi endurvakið athyglina á þessum boðskap. Sem dæmi hefur áðurnefnd grein mín frá júlí 2021 verið mest lesna greinin á visir.is síðan sunnudaginn 20. mars 2022. Tíst pólitískt rétthugsandi „smáfugla“þjónar þá einhverjum tilgangi, eftir allt saman. Friðhelgi kjörklefans Í prófkjörsbaráttunni fann ég fyrir miklum velvilja í minn garð. Ófáir lýstu samstöðu með þeim skoðunum sem ég hef sett fram um dómstól götunnar. Eineltistilburðir net- og tístverja í málum þeim tengdum hræðir á hinn bóginn ófáa að tjá sig með þeim hætti sem ég hef gert. Jafnvel þótt margir séu sammála mér. Í kjörklefanum hins vegar er enginn stóri bróðir gínandi yfir kjósandanum. Kjósandanum er t.d. frjálst að velja frambjóðanda sem er líklegur til að leita lausna á raunverulegum vandamálum venjulegs fólks. Vald hins þögla meirihluta getur við það komið í ljós. Það sýndi sig um helgina. Fyrir þann stuðning verð ég ævivarandi þakklátur. Höfundur lenti í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fór 18.–19. mars 2022.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun