Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2022 06:30 Biden hefur einnig varað við netárásum af hálfu Rússa, líkt og sést á tístinu í fréttinni. epa Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. Hann sagði Pútín áður hafa beitt efnavopnum og að menn ættu að vera vakandi fyrir því sem væri handan við hornið. Biden sagði Rússlandsforseta meðvitaðan um þær alvarlegu afleiðingar sem notkun slíkra vopna myndi hafa í för með sér en útlistaði þær ekki. Biden sagði Pútín „kominn út í horn“ og umræða um að Bandaríkjamenn ættu lífefna- og efnavopna í Evrópu væri undirbúningur fyrir notkun Rússa á umræddum vopnum. The federal government is doing its part to get ready for potential Russian cyberattacks. We are prepared to help private sector companies with tools and expertise, but it is your decision as to the steps you ll take and your responsibility to take them.— President Biden (@POTUS) March 22, 2022 Rússar hafa ítrekað sakað Bandaríkjamenn og Úkraínumenn um að hafa staðið að þróun efna- og kjarnorkuvopna í Úkraínu. Þá hafa þeir sömuleiðis sakað Úkraínumenn um að ráðast á eigin borgara til að geta kennt Rússum um. Þetta hafa þeir meðal annars gefið í skyn þegar þeir hafa sagst ekki ráðast á almenna borgara, þrátt fyrir mýmörg dæmi sem sanna hið gagnstæða. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast hafa óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu. Biden sagði í síðustu viku að Pútín væri „stríðsglæpamaður“ og „óþokki“, sem hefur valdið gríðarlegri reiði í Moskvu. Sendiherra Bandaríkjanna í borginni er sagður hafa verið kallaður á teppið vegna ummælanna og þá segjast Rússar nú velta því fyrir sér að slíta öllu stjórnmálasambandið við Bandaríkin. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, að því gefnu að fulltrúar ríkjanna hætti alveg að tala saman, en sérfræðingar eru sammála um mikilvægi þess að ákveðnum boðleiðum sé haldið opnum til að koma í veg fyrir misskilning sem gæti leitt til kjarnorkustríðs.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Vladimír Pútín Joe Biden Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira