„Mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 14:05 Ísak Bergmann Jóhannesson fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki. vísir/Jónína „Það er öðruvísi en mjög gaman,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson um það hvernig það sé að vera nú kominn með pabba sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, í þjálfarateymi íslenska landsliðsins í fótbolta. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari fékk Jóhannes Karl inn sér til aðstoðar í janúar og Skagamaðurinn er því í fyrsta sinn með landsliðinu sem þjálfari nú þegar það er komið til Spánar, vegna vináttulandsleikja við Finnland og Spán. „Fyrst og fremst, sem leikmaður liðsins, er ég mjög ánægður með að hafa hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þetta, ég veit hversu góður þjálfari hann er og hann mun hjálpa okkur mjög mikið. Sem sonur hans er mjög skemmtilegt að fá að hitta hann aðeins meira,“ segir Ísak sem ræddi við fjölmiðlamenn í gegnum tölvuna frá Spáni í dag. Áður en að Jóhannes Karl hóf þjálfaraferil sinn lék hann 34 A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark, rétt eins og hinn 18 ára gamli Ísak hefur nú gert í fyrstu tíu A-landsleikjum sínum. Engin stríðni frá liðsfélögunum Ísak fagnar því mjög að hafa fengið pabba sinn inn í þjálfarateymi landsliðsins og Ísak segist hafa sloppið við pabbatengda stríðni frá liðsfélögunum hingað til: „Þetta er mjög eðlilegt allt saman. Í fortíðinni hefur auðvitað verið mikið um tengingar í íslenska landsliðinu svo þetta er ekkert nýtt, og ég finn ekkert fyrir því núna,“ segir Ísak en til að mynda léku bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen með landsliðinu þegar Eiður Smári, forveri Jóhannesar Karls, var aðstoðarlandsliðsþjálfari. Pabbinn og Arnar með skýra sýn varðandi varnarleikinn Ísak hefur alla tíð fengið góða leiðsögn frá pabba sínum: „Við tölum mjög mikið saman um fótbolta utan vallar. Ég heyri reglulega í honum eftir leiki og ég held að við munum bara halda í það núna þegar við erum saman í liði. Svo er líka bara mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp, hvar sem maður er. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ísak. En hvað kemur Jóhannes Karl með sem þjálfari inn í landsliðið? „Hann er með mjög svipaða sýn á fótbolta og Arnar. Við viljum halda áfram að þróa okkar system, með hápressuna og hvernig við verjumst sérstaklega. Við vitum að við erum með mjög góða leikmenn innanborðs, sem eru með mikil gæði, og ef við náum að stilla okkur saman í varnarleiknum þá getum við gert mjög góða hluti. Ég held að hann [Jóhannes Karl] og Arnar séu með skýra sýn um hvernig þeir ætli að gera þetta á þessu ári.“ Ísland mætir Finnlandi á laugardaginn klukkan 16, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo Spáni næstkomandi þriðjudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í júní. Fótbolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari fékk Jóhannes Karl inn sér til aðstoðar í janúar og Skagamaðurinn er því í fyrsta sinn með landsliðinu sem þjálfari nú þegar það er komið til Spánar, vegna vináttulandsleikja við Finnland og Spán. „Fyrst og fremst, sem leikmaður liðsins, er ég mjög ánægður með að hafa hann. Hann hefur komið mjög vel inn í þetta, ég veit hversu góður þjálfari hann er og hann mun hjálpa okkur mjög mikið. Sem sonur hans er mjög skemmtilegt að fá að hitta hann aðeins meira,“ segir Ísak sem ræddi við fjölmiðlamenn í gegnum tölvuna frá Spáni í dag. Áður en að Jóhannes Karl hóf þjálfaraferil sinn lék hann 34 A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark, rétt eins og hinn 18 ára gamli Ísak hefur nú gert í fyrstu tíu A-landsleikjum sínum. Engin stríðni frá liðsfélögunum Ísak fagnar því mjög að hafa fengið pabba sinn inn í þjálfarateymi landsliðsins og Ísak segist hafa sloppið við pabbatengda stríðni frá liðsfélögunum hingað til: „Þetta er mjög eðlilegt allt saman. Í fortíðinni hefur auðvitað verið mikið um tengingar í íslenska landsliðinu svo þetta er ekkert nýtt, og ég finn ekkert fyrir því núna,“ segir Ísak en til að mynda léku bræðurnir Sveinn Aron og Andri Lucas Guðjohnsen með landsliðinu þegar Eiður Smári, forveri Jóhannesar Karls, var aðstoðarlandsliðsþjálfari. Pabbinn og Arnar með skýra sýn varðandi varnarleikinn Ísak hefur alla tíð fengið góða leiðsögn frá pabba sínum: „Við tölum mjög mikið saman um fótbolta utan vallar. Ég heyri reglulega í honum eftir leiki og ég held að við munum bara halda í það núna þegar við erum saman í liði. Svo er líka bara mjög fínt að hafa pabba sinn til að bakka sig upp, hvar sem maður er. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Ísak. En hvað kemur Jóhannes Karl með sem þjálfari inn í landsliðið? „Hann er með mjög svipaða sýn á fótbolta og Arnar. Við viljum halda áfram að þróa okkar system, með hápressuna og hvernig við verjumst sérstaklega. Við vitum að við erum með mjög góða leikmenn innanborðs, sem eru með mikil gæði, og ef við náum að stilla okkur saman í varnarleiknum þá getum við gert mjög góða hluti. Ég held að hann [Jóhannes Karl] og Arnar séu með skýra sýn um hvernig þeir ætli að gera þetta á þessu ári.“ Ísland mætir Finnlandi á laugardaginn klukkan 16, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og svo Spáni næstkomandi þriðjudag. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir Þjóðadeildina í júní.
Fótbolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira