Forsetahjónin settu átak UNICEF „Heimsins bestu foreldrar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2022 14:30 Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og bollarnir með áletrun átaksins, Heimsins bestu foreldrar. Vísir/vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid settu formlega Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í dag. Átakið ber yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ og afhenti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, forsetahjónunum kaffikönnur merktar yfirskrift átaksins sem einmitt er innblásið af ýmiskonar gjafavöru sem börn færa foreldrum sínum við hin ýmsu tækifæri. Átakið mun svo ná hápunkti sínum í söfnunar- og skemmtiþætti sem verður í beinni útsendingu á RÚV, laugardagskvöldið 2. apríl næstkomandi, undir yfirskriftinni „Heimsins mikilvægasta kvöld.“ „Við hvetjum öll, sem á því hafa tök, að styrkja starf Unicef í þágu barna í heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sögðu forsetahjónin Guðni og Eliza sem sjálf hafa verið Heimsforeldrar UNICEF um árabil. Íslendingar eiga einmitt heimsmet í fjölda Heimsforeldra en hátt í 25 þúsund manns styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Markmið átaksins nú er að fjölga enn frekar í þessum heimsmetshópi enda stuðningur Heimsforeldra aldrei verið jafn mikilvægur. Ný framlög fyrstu þrjá mánuðina renna til Úkraínu Áhrif heimsfaraldurs Covid-19 hefur komið verst niður á börnum og hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lýst því sem stærstu áskorun í sögu sinni að vinna upp það sem glatast hefur í réttindabaráttu barna síðustu tvö árin á heimsvísu. En mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er, og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skella á. Rétt eins og kom á daginn í Úkraínu í síðasta mánuði. Í átakinu sem hófst formlega í dag munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna ástandsins í Úkraínu. En gleymum þó ekki að UNICEF er með starfsemi í yfir 190 löndum og á vettvangi margra stríða þar sem gætt er að réttindum barna. Í öllum þessum verkefnum skiptir hvert framlag máli. „Í átaki þessu er lögð áhersla á þrautseiga bjartsýni, von og lausnir. Markmiðið er að sýna hvernig stuðningur Heimsforeldra styður við starf UNICEF um allan heim við að vera vonin og lausnin á svo mörgum vandamálum sem að börnum steðja,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að skrá sig sem Heimsforeldri á heimasíðu UNICEF á Íslandi: unicef.is Hjálparstarf Innrás Rússa í Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Átakið ber yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ og afhenti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, forsetahjónunum kaffikönnur merktar yfirskrift átaksins sem einmitt er innblásið af ýmiskonar gjafavöru sem börn færa foreldrum sínum við hin ýmsu tækifæri. Átakið mun svo ná hápunkti sínum í söfnunar- og skemmtiþætti sem verður í beinni útsendingu á RÚV, laugardagskvöldið 2. apríl næstkomandi, undir yfirskriftinni „Heimsins mikilvægasta kvöld.“ „Við hvetjum öll, sem á því hafa tök, að styrkja starf Unicef í þágu barna í heiminum. Margt smátt gerir eitt stórt,“ sögðu forsetahjónin Guðni og Eliza sem sjálf hafa verið Heimsforeldrar UNICEF um árabil. Íslendingar eiga einmitt heimsmet í fjölda Heimsforeldra en hátt í 25 þúsund manns styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Markmið átaksins nú er að fjölga enn frekar í þessum heimsmetshópi enda stuðningur Heimsforeldra aldrei verið jafn mikilvægur. Ný framlög fyrstu þrjá mánuðina renna til Úkraínu Áhrif heimsfaraldurs Covid-19 hefur komið verst niður á börnum og hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, lýst því sem stærstu áskorun í sögu sinni að vinna upp það sem glatast hefur í réttindabaráttu barna síðustu tvö árin á heimsvísu. En mánaðarleg framlög Heimsforeldra tryggja getu UNICEF til að vera til staðar þar sem neyðin er, og sveigjanleika til að bregðast skjótt við þegar ófriður og skálmöld skella á. Rétt eins og kom á daginn í Úkraínu í síðasta mánuði. Í átakinu sem hófst formlega í dag munu framlög nýrra Heimsforeldra næstu þrjá mánuði renna beint til starfs UNICEF vegna ástandsins í Úkraínu. En gleymum þó ekki að UNICEF er með starfsemi í yfir 190 löndum og á vettvangi margra stríða þar sem gætt er að réttindum barna. Í öllum þessum verkefnum skiptir hvert framlag máli. „Í átaki þessu er lögð áhersla á þrautseiga bjartsýni, von og lausnir. Markmiðið er að sýna hvernig stuðningur Heimsforeldra styður við starf UNICEF um allan heim við að vera vonin og lausnin á svo mörgum vandamálum sem að börnum steðja,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að skrá sig sem Heimsforeldri á heimasíðu UNICEF á Íslandi: unicef.is
Hjálparstarf Innrás Rússa í Úkraínu Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira