Hættir óvænt aðeins 25 ára gömul og í efsta sæti heimslistans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 09:01 Ashleigh Barty kyssir bikarinn sem hún vann á heimavelli á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í janúar. EPA-EFE/DEAN LEWINS Nýkrýndur meistari á Opna ástralska risamótinu í tennis tilkynnti í dag, flestum að óvörum, að keppnisferli hennar væri lokið. Það er óhætt að segja að þessar fréttir hafi komið mörgum á óvart enda hefur hún verið í frábæru formi að undanförnu. Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022 Tennis Ástralía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty er aðeins 25 ára gömul og er eins og er í efsta sæti heimslistans. Sigur hennar á Opna ástralska risamótinu fyrir tveimur mánuðum var þriðji sigur hennar á risamóti. „Ég er svo ánægð og svo tilbúin að hætta. Ég veit, í hjarta mínu, að þessi tímapunktur er réttur fyrir mig sem persónu,“ sagði Ashleigh Barty í sex mínútna myndbandi á Instagram síðu sinni en það mátti þó heyra það á henni að þetta reyndi á. BREAKING: Top-ranked tennis player Ash Barty retires at 25.https://t.co/QIk7SwZ2KB— AP Sports (@AP_Sports) March 23, 2022 Barty talaði um að nú væri kominn tími á það fyrir hana að elta aðra drauma í lífinu og hún er ekki lengur bundin því að gera allt sem þarf að gera til að keppa í tennis. Í nóvember tilkynnti Barty um trúlofun sína og golfkennarans Garry Kissick en þau hafa verið saman frá árinu 2016. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi þetta upphátt og já það er erfitt að segja þetta,“ sagði Barty. „Ég hef ekki lengur líkamlega drifkraftinn, eldmóðinn eða allt sem þarf til að skora á sjálfan þig á efsta getustiginu. Ég er búin,“ sagði Barty. An inspiration, a magician on the court, a champion of Wimbledon and the Australian Open World Number One. As you climbed to the very top, you lifted us all. Congratulations to Ash Barty on a magnificent career. pic.twitter.com/Us2B3Z5Ob0— Anthony Albanese (@AlboMP) March 23, 2022 Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hún hættir því árið 2014 fór hún í tveggja ára frí frá tennis og talaði þá um að hún hafi verið útbrunnin. Það sem kemur kannski mest á óvart er tímasetningin. Þetta er í byrjun keppnisársins og hún hefur unnið 25 af síðustu 26 leikjum sínum og þrjú af síðustu fjórum mótum. Það hafði skilað henni efsta sæti heimslistans. Það er um leið ákveðinn sjarmi yfir því að hætta á toppnum og það gerir svo sannarlega. A bombshell announcement as Ash Barty declares she's walking away from tennis. I ve given absolutely everything I can to this beautiful sport of tennis...I think it s important that i get to enjoy the next phase of my life as Ash Barty the person, not Ash Barty the athlete. pic.twitter.com/Bh7s1Dm3Qf— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) March 23, 2022
Tennis Ástralía Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti