Dynjandi lófaklapp þegar Sólveig labbaði inn í brottfararsal flugvallarins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 20:31 Sólveig Anna Jónsdóttir. sigurjón ólason Nýkjörinn formaður Eflingar segir áherslubyltingu verða innan Starfsgreinasambandsins nái Vilhjálmur Birgisson kjöri í embætti formanns sambandsins á þingi þess. Klappað var fyrir formanni Eflingar á Reykjavíkurflugvelli í dag þegar hún lagði af stað á þingið. Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þing Starfsgreinasambandsins hófst klukkan 17 í dag á Akureyri og stendur fram á föstudag. 135 fulltrúar eiga sæti á þinginu og skiptast þeir svona eftir félögum, en Efling á lang flesta fulltrúa. Hópur Eflingar flaug til Akureyrar um þrjú leytið í dag en þegar nýkjörinn formaður gekk inn í brottfararsalinn var henni fagnað mjög með lófkalappi. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem og er í hópi félaga minna í eftir allt sem á hefur gengið þannig það skiptir mig mjög miklu máli,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir. Formaður Eflingar segir formannskjörið mikilvægt sér í lagi vegna þeirra kjarasamninga sem framundan eru. Björn Snæbjörnsson lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól. Spennan ríkir um formannskjörið en þessir tveir eru í framboði. Sólveig lýsti yfir miklum stuðningi við Vilhjálm í færslu á Facebook í dag. „Hann er tilbúinn til þess að gera það sem ég hef verið tilbúin til þess að gera. Setjast við samningaborðið með þá sýn og markmið að komast eins langt og hægt er.“ Nái Vilhjálmur kjöri verði ekki hallarbylting innan sambandsins. „En sannarlega mikil áherslubylting.“ Aðspurð hvort átök verði á þinginu segist Sólveig ekki hræðast þau „Ég mun þá bara takast á við þau með málefnalegri nálgun en svo sjáum við bara hvernig fer.“ Sólveig segist viss um að mjög margir fulltrúar Eflingar deili skoðunum með henni þrátt fyrir að sitjandi stjórn hafi valið fulltrúana. „Og ég held að af því leiði að margir fulltrúarnir muni sannarlega kjósa Villa.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira