Lífið

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Hópur ítalskra kvenna hafði beðið í röð fyrir utan Origo höllina í þrjá daga en Tomlinson gerði sér glaðan dag í Sky Lagoon
Hópur ítalskra kvenna hafði beðið í röð fyrir utan Origo höllina í þrjá daga en Tomlinson gerði sér glaðan dag í Sky Lagoon Vísir/Skjáskot

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Fréttastofa kíkti á röðina fyrir tónleikana skömmu áður en dyrnar opnuðust klukkan sjö og var mikil stemning í hópnum. 

Mörg hundruð manns biðu þar í ofvæni eftir að tónleikarnir byrjuðu og þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að.

Tónleikarnir marka ákveðin tímamót en um er að ræða eina fyrstu standandi stórtónleikana erlends tónlistarmanns síðan fyrir Covid.

Sjálfur skellti Tomlinson sér í Sky Lagoon fyrir tónleikana og ætti því að vera vel hvíldur fyrir kvöldið. Ferð hans í lónið vakti mikla athygli meðal aðdáenda hans á samfélagsmiðlum sem keppast við að deila myndum  af kappanum. 


Tengdar fréttir

Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag

Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld.

One Direction stjarna með tónleika í Reykjavík

Tónlistarmaðurinn og meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, Louis Tomlinson mun koma fram á tónleikum í Valsheimilinu þann 18. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik, sem standa fyrir viðburðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×