Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:31 Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar