EM-umsókn Rússa veldur hneykslan: Svívirðilegt og alveg óskiljanlegt Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 14:29 Rússar, sem héldu HM 2018, hafa sóst eftir því að halda EM 2028 eða 2032. Getty/Wolfgang Rattay Rússneska knattspyrnusambandið skilaði afar óvænt inn umsókn á síðustu stundu um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2028 eða 2032. Forsætisráðherra Bretlands segist ekki trúa því að Rússar komi til greina sem gestgjafar og ensku götublöðin segja ákvörðun Rússa svívirðilega. Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“ Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira
Bretland og Írland höfðu fyrir löngu gefið til kynna að þau hefðu áhuga á að halda Evrópumótið 2028 í sameiningu. Svo virtist sem að engin samkeppni yrði um að halda mótið þar til á síðustu stundu að Rússar skiluðu inn umsókn til UEFA í gær, og í kjölfarið gerðu Tyrkir hið sama. Rússnesk knattspyrnulið, bæði landslið og félagslið, eru í banni frá alþjóðlegum fótbolta vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneska knattspyrnusambandið virðist hins vegar ekki vera í banni og gat því lagt fram umsókn um að halda EM. Sóttu um EM 2028 og 2032 Raunar sækjast Rússland og Tyrkland bæði eftir EM 2028 og EM 2032 en áður var útlit fyrir að Ítalía yrði eina þjóðin sem sæktist eftir að halda EM 2032. The Sun lýsir umsókn Rússa sem „blygðunarlausri“ og hefur eftir innanbúðarmanni úr enska knattspyrnusambandinu að það sé einfaldlega „viðurstyggilegt að Rússar telji sig enn hluta af samfélagi siðaðra þjóða.“ Hann bætir við: „Þetta er algjört reginhneyksli.“ Russia set to be banned by Uefa after shameless 11th-hour bid to host Euro 2028 and rival UK and Ireland https://t.co/x3KS2CaR7p— The Sun Football (@TheSunFootball) March 24, 2022 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist varla trúa því að umsókn Rússa verði tekin til greina en það eina sem talsmaður UEFA hefur sagt er að fylgst verði áfram með stöðunni. Svo gæti farið að rússneska knattspyrnusambandið verði sett í bann. Ákvörðun um hvar EM 2028 og 2032 verða haldin verður tekin í síðasta lagi í september á næsta ári. „Það næði ekki einu sinni að vera flokkað sem háðsádeila ef að einhver knattspyrnusamtök - sama hversu viti sínu fjær þau væru - myndu vilja veita Rússum rétt til að halda mót miðað við núverandi forsendur,“ sagði Johnson og bætti við: „Það virðist algjörlega óskiljanlegt. Þess vegna trúi ég því ekki að það komi til greina.“
Fótbolti Innrás Rússa í Úkraínu EM 2028 í fótbolta EM 2032 í fótbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Sjá meira