Gildismat vísinda Rakel Anna Boulter skrifar 24. mars 2022 12:00 Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun