Sterkari í sameinaðri rödd Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Utanríkismál Norðurlandaráð Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun