Þingmenn þurfa að fara út í sjoppu ef Monster selst illa Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 23:31 Ný klukka, betri stólar, textavél og orkudrykkir. Nýir alþingismenn mættu svo sem alveg viðra óskir um bættan aðbúnað beint við Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra, segir hún, en fagnar þó opinberri umræðu um starfsumhverfi þingmanna. Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna. Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Glöggt er gests augað - og þess sem er nýbyrjaður á vinnustað. Þetta hefur sannarlega sýnt sig á fyrsta þingi kjörtímabilsins, þar sem nýgræðingarnir hafa farið fram á hinar og þessar úrbæturnar í sinni persónulegu starfsaðstöðu. Fréttastofa fór í heimsókn á Alþingi í dag og gerði stutta athugun á starfsumhverfi þingmannanna, samanber myndbrotið hér að ofan. Stólar, klukkur, textavélar Ágústa Ágústsdóttir varaþingmaður Miðflokksins mælti eindregið með því á fyrsta degi sínum í þinginu að stólum í þingsal yrði skipt út fyrir „sómasamlega stóla.“ Þeir sem fyrir eru eru orðnir 35 ára gamlir - og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, upplýsir fréttastofu um að til standi að skipta þeim út. Jakob Frímann Magnússon þingmaður Flokks fólksins kallaði þá eftir því á dögunum að komið væri fyrir svokölluðum „prompter“ eða textavél, framan við myndavélar Alþingis, þannig að þingmenn gætu talað beint til þjóðarinnar. Tómas A. Tómasson, flokksbróðir Jakobs, óskaði eftir klukku í þingsal svo menn gætu litið eftir tímanum við ræðuhöld. Þar gætti hann þess að vísu ekki að beint á móti honum var klukka á veggnum, eins og sýnt er í myndbrotinu hér að ofan. Monster kominn í kælinn Skrifstofustjóri Alþingis er ánægður með nýja fólkið. „Það er bara gaman að því að fá ýmsar ábendingar. Það er hægt að verða við sumum og öðrum ekki,“ segir Ragna Árnadóttir. Ragna Árnadóttir hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 2019.Vísir/Egill Breytingar á þingsalnum sjálfum krefjast mikillar yfirlegu. Forseti Alþingis hefur þar töluverða aðkomu að málum og leitast er við að hafa allar hefðir í heiðri. En í matsalnum eru boðleiðirnar greiðari, eins og Gísli Rafn Ólafsson þingmaður komst að þegar mötuneytið hóf að selja orkudrykkinn Monster eftir að hann sendi bréf á forsætisnefnd. „Við urðum við því að setja orkudrykki í kælinn, við sjáum hvort hann selst eitthvað. En ef ekki verður viðkomandi þingmaður með séróskir bara að fara út í sjoppu. Það er líka til,“ segir Ragna. Er nauðsynlegt fyrir þingmennina að taka þetta upp í ræðustól Alþingis eða hvað? „Þeir hafa náttúrulega fullt málfrelsi og svoleiðis. En stundum finnst manni eins og þeir gætu bara komið og talað við okkur. En allt í lagi. Þetta kannski þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á aðbúnaði þingmanna og mér finnst bara jákvætt að þingmenn vilji sjálfir tala um það að bæta sinn aðbúnað, því það er oft talað um það að þessir stjórnmálamenn hafi það nú svo gott og svona. En það er nú ekki alltaf raunin, þannig að mér finnst þetta bara jákvætt,“ segir Ragna.
Alþingi Orkudrykkir Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07 Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Vill fá klukku á vegg Alþingis Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, telur tímabært að fá klukku á vegginn í þingsal Alþingis. Hún myndi sóma sér vel líkt og málverkið af Jóni Sigurðssyni. 9. mars 2022 16:07
Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. 26. janúar 2022 16:52
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent