Tökustaðir stærsta erlenda kvikmyndaverkefnis í sögu borgarinnar Snorri Másson skrifar 24. mars 2022 22:01 Hluti miðbæjar Reykjavíkur verður í stutta stund undirlagður tökuliði vegna stórmyndar sem tekin verður upp hér í apríl. Þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur. Meira en helmingur íslenskra heimila er með Netflix, þannig að meira en helmingur íslenskra heimilda mun geta horft á spennumyndina Heart of Stone þegar hún loks kemur út. En það gæti verið smá í það - tökurnar eru rétt að hefjast og það á Íslandi. Sýnt er frá helstu tökustöðum og fyrirhuguðum götulokunum í myndskeiðinu hér að ofan, en kvöldfréttir Stöðvar 2 fjölluðu um málið. Gott fyrir ferðaþjónustuna Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, átti í samskiptum við framleiðendur myndarinnar í tengslum við komu þeirra til landsins. Þetta er fimmta stóra erlenda kvikmyndaverkefni ársins hér á landi. Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, segir sókn erlends kvikmyndagerðarfólks vaxa statt og stöðugt hingað til lands.Vísir/Egill „Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran. Það hefur verið að aukast og þetta er ekki fyrsta myndin sem er tekin upp í borginni,“ segir Einar. Myndin skartar stórstjörnum á borð við hina ísraelsku Gal Gadot og Jamie Dornan og í Morgunblaðinu í dag segir að um 600 manns verði í tökuliðinu og aukaleikarar hátt í fjögur hundruð. Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Meira en helmingur íslenskra heimila er með Netflix, þannig að meira en helmingur íslenskra heimilda mun geta horft á spennumyndina Heart of Stone þegar hún loks kemur út. En það gæti verið smá í það - tökurnar eru rétt að hefjast og það á Íslandi. Sýnt er frá helstu tökustöðum og fyrirhuguðum götulokunum í myndskeiðinu hér að ofan, en kvöldfréttir Stöðvar 2 fjölluðu um málið. Gott fyrir ferðaþjónustuna Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, átti í samskiptum við framleiðendur myndarinnar í tengslum við komu þeirra til landsins. Þetta er fimmta stóra erlenda kvikmyndaverkefni ársins hér á landi. Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, segir sókn erlends kvikmyndagerðarfólks vaxa statt og stöðugt hingað til lands.Vísir/Egill „Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran. Það hefur verið að aukast og þetta er ekki fyrsta myndin sem er tekin upp í borginni,“ segir Einar. Myndin skartar stórstjörnum á borð við hina ísraelsku Gal Gadot og Jamie Dornan og í Morgunblaðinu í dag segir að um 600 manns verði í tökuliðinu og aukaleikarar hátt í fjögur hundruð.
Ferðamennska á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Reykjavík Harpa Tengdar fréttir Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. 24. mars 2022 11:05