Af hverju lögreglufræði? Þórveig Unnar Traustadóttir skrifar 24. mars 2022 18:31 Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir mig var það áhorf á of marga Criminal minds þætti. Ég meina hver vill ekki vera eins gáfaður og Reid eða jafn grjótharður og JJ! Ég skráði mig í lögreglufræði haustið 2018 og ég get auðveldlega sagt að það hafi verið besta ákvörðun lífs míns. Ég var þrítug þegar ég byrjaði námið og hefði ég persónulega ekki viljað vera mikið yngri. Þegar þú ferð í lögregluna þá ert þú lögga alltaf, alls staðar. Sérstaklega í minni sveitarfélögum. Það getur verið erfitt en starfið er svo gefandi að kosturinn við það er meiri en ókosturinn. Ég mæli samt hiklaust með því að prófa að vinna úti á landi. Það er allt önnur lífsreynsla og upplifun en að vinna í stærri sveitarfélögum. Fyrir mér snerist þetta alltaf um að hjálpa fólki. Lögreglufólk hittir oft á fólk þegar það er að upplifa sinn versta dag. Ef þú getur gert þennan ömurlega dag örlítið betri eða allavega bærilegri fyrir fólkið, þá er það góður dagur í vinnunni. Það gerirðu með því að sýna samkennd, virðingu og leyfa fólki að vera allskonar með allskonar tilfinningar. Lögreglufræðináminu er skipt upp í bóklega áfanga í Háskólanum á Akureyri og verklega áfanga í Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar sem er staðsett í Reykjavík. Þessi skipting er það sem gerir námið svo skemmtilegt. Þú færð verklega kennslu samhliða bóklegu kennslunni sem brýtur upp önnina og hristir aðeins upp í hlutunum. Þú kynnist allskonar fólki og myndar tengsl við bekkjarfélaga þína sem þú býrð alltaf að. Að mínu leyti er þetta skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið og ég mæli hiklaust með henni. Það er ómetanlegt að tilheyra góðum hópi fólks sem heldur vel utan um hvort annað og styður við bakið á hvort öðru. Vinnan er nánast aldrei eins. Hver dagur er óvissuferð. Maður kynnist allskonar fólki. Fær meiri skilning á aðstæðum fólks og uppruna. Vinnan hefur gert mig að betri manneskju og skilningsríkari gagnvart aðstæðum hvers og eins. Lögreglulið á að endurspegla þjóðina og því langar mig að hvetja sem flest að sækja um þetta nám. Því fleiri tungumál sem þið talið því betra. Því ólíkari menningarbakgrunnur sem þið hafið því betra. Það er pláss fyrir öll í lögreglunni með allskonar reynslu, upplifanir og tilfinningar. Því meiri fjölbreytileiki því betra. Hver hefði trúað því að það væri pláss í lögreglunni fyrir femínista að norðan með bleikt hár. Það er um að gera að brjóta upp staðalímynd lögreglunnar og vera allskonar í þessu starfi. Svo er búningurinn ekkert eðlilega töff og það skemmir alls ekki fyrir. Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is Höfundur er lögreglukona hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun