„Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. mars 2022 21:30 Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra eru fallnir úr Subway-deildinni. Vísir/Hulda Margrét Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum „Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild. Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
„Þetta var ágætis leikur hjá okkur framan af. Við vorum að að reyna að hægja á þessu, opna þá svolítið og stjórna tempóinu. En það fór útum þúfur svona síðustu sjö mínúturnar, það var bara ekki meira bensín á tanknum en þetta. Þeir náttúrulega spila hratt og við fórum að fara svolítið útúr planinu hjá okkur og þá bara gripu þeir gæsina og gerðu það sem þeir gera best, það er opinn völlur og einn á einn. Þeir eru með rosa góða einstaklinga í liðinu og erfitt að spila á móti þessu leikplani þegar þeir eru á þeirra hraða.“ Ken-Jah Bosley missteig sig illa undir lok þriðja leikhluta og var augljóslega ekki í leikhæfu ástandi eftir það, hvað þá gegn jafn hröðum andstæðingi og Breiðabliki. Pétur samsinnti því að það hefði augljóslega munað um hann undir lokin. „Já það gerir það, og ég ætla bara að vona að það sé í lagi með hann. Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að fara í þá og gera eins vel og við getum og ég ætla bara að vona að hann verði með. Hann er í góðum höndum inni í klefa hjá lækninum og við sjáum bara hvernig þetta þróast yfir helgina.“ Það eru tveir leikir eftir hjá Vestra eins og Pétur sagði, en nú spila þeir bara uppá stoltið enda fallnir úr deildinni. Það var ekki annað hægt í ljósi aðstæðna en að spyrja Pétur hvort það væri mögulega ákveðinn léttir að hafa falldrauginn ekki lengur hangandi yfir sér og geta spilað síðustu leikina án nokkurrar pressu. „Þetta er góð spurning!“ sagði Pétur og hló og velti því fyrir sér hvernig hann ætti að svara þessari spurningu á eins diplómatískan hátt og hann gat. „Við förum í alla leiki til að vinna en þetta er auðvitað búið að vera hrikalega erfitt tímabil. Ég er með flotta stráka hérna sem eru búnir að leggja mikið á sig og við ætlum bara að reyna að fara í tvo næstu leiki til vinna.“ – Sagði Pétur léttur þrátt fyrir tap og fall í 1. deild.
Subway-deild karla Vestri Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 112-91 | Blikar sendu Vestfirðinga niður um deild Breiðablik vann mikilvægan 21 stigs sigur gegn Vestra í uppgjöri nýliðanna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-91. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina, en Vestramenn eru hins vegar fallnir niður um deild. 24. mars 2022 20:45
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti