Erlent

Sam­mælast um vopna­hlé í Tigray-héraði

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir hafa látið lífið í átökunum í Tigray-héraði í Eþíópíu síðustu mánuði. Íbúar hafa þurft að búa við gríðarlegan matarskort.
Þúsundir hafa látið lífið í átökunum í Tigray-héraði í Eþíópíu síðustu mánuði. Íbúar hafa þurft að búa við gríðarlegan matarskort. AP

Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn landsins segir að með þessu sé vonast til að bæta ástandið í Tigray, stöðva blóðsúthellingarnar og greiða leið fyrir varanlegum friði í héraðinu. 

Í frétt BBC segir að uppreisnarmenn hafi einnig samþykkt vopnahlé.

Átök stjórnarhers Eþíópíu og uppreisnarhópsins Frelsishreyfing Tigray-fólksins hafa staðið síðan í nóvember 2020. Hafa þúsundir manna látið lífið í átökunum og hafa íbúar glímt við gríðarlegan matarskort.

Sameinuðu þjóðarnar áætla að níu milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð á halda vegna átakanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×