Virkt lýðræði og áhrif íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 28. mars 2022 08:01 Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Samráð þar sem íbúum er tryggð aðkoma frá upphafi til endanlegrar ákvörðunar með íbúakosningu um þá valkosti sem þykja vænlegir. Það er trú okkar í Viðreisn að til þess að ná sem mestri sátt um framkvæmdir sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa er mikilvægt að eiga samtal allt frá fyrstu skrefum. Við framkvæmdir þarf að huga að hagsmunum svo margra hópa sem koma til með að nýta sér það sem verið er að skapa. Göngubrú eða bætt gatnamót til þess að tryggja öryggi gangandi og hjólandi yfir Reykjanesbrautina er nákvæmlega þannig verkefni. Frá Urriðaholti í Garðabæ eru hættuleg gatnamót, þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi og hjólandi vegfarenda. Því miður hefur þegar orðið þar hörmulegt banaslys og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er harðorð í skýrslu sinni, þar sem hún segir gatnamótin flókin og erfið fyrir gangandi vegfarendur. Bætum hættuleg gatnamót frá Urriðaholti Gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns eru hættuleg yfirferðar þar sem umferð er mikil og hröð. Gangstétt yfir Reykjanesbraut er jafnframt mjó og í miklu návígi við hraða umferð. Við hönnun á þessum gatnamótum hefur algjörlega misfarist að taka tillit til mismunandi ferðamáta. Núverandi hugmyndir um að bæta öryggi gangandi ganga allt of skammt og færa gangandi ekki burt frá þessari hröðu umferð. Því er aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda, ekki síst barna og ungmenna, að öruggri leið yfir Reykjanesbrautina yfir á Flatir og áfram inn á Ásgarðssvæðið mjög ábótavant. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga göngu- og hjólaleið yfir Reykjanesbrautina og góða tengingu við Flatahverfið og Ásgarð. Það á að vera einfalt að komast á milli hverfa í Garðabæ. Það á að vera öruggt fyrir börnin okkar að heimsækja vini í öðrum hverfum. Hvora leið viljið þið? Við teljum tvær leiðir vera vænlegar til að bæta leiðina yfir Reykjanesbraut og þykir okkur mikilvægt að bera þá möguleika undir íbúa, til að fá fram sjónarmið þeirra sem um gatnamótin fara. Annars vegar er hægt að endurhanna gatnamót Urriðaholtsstrætis og Kauptúns út frá hagsmunum gangandi og hjólandi. Það yrði gert með því að bæta gönguþveranir, hægja á bílaumferð, breikka göngustíg og girða af frá umferðargötu. Hins vegar er hægt að byggja göngubrú yfir Reykjanesbrautina og tengja þannig saman göngustíga beggja vegna við Reykjanesbraut. Hér þarf að vega og meta báða kosti. Brúarsmíð er kostnaðarsamari aðgerð á sama tíma og hún tryggir ákveðna fjarlægð frá umferðaþunga Reykjanesbrautarinnar og gatnamóta Urriðaholtsstrætis og Kauptúns. Úrbætur á gatnamótunum sjálfum er ódýrari aðgerð en tryggir engu að síður öryggið sem við öll köllum eftir. Íbúar bæjarins og þá sérstaklega börn og ungmenni verða að komast leiðar sinnar til að sækja íþróttir og tómstundir í öllum Garðabæ. Við í Viðreisn viljum tryggja örugga og sem skjótasta leið á milli hverfa. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun