Körfubolti

Fjárhagsvandræðin nálgast neyðarstig

Sindri Sverrisson skrifar
Vestri vann sig upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð en er fallinn aftur niður í 1. deild.
Vestri vann sig upp í úrvalsdeild á síðustu leiktíð en er fallinn aftur niður í 1. deild. vísir/bára

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er með til skoðunar fjárhagsvandræði körfuknattleiksdeildar Vestra eftir að deildin óskaði eftir aðstoð vegna afar slæmrar rekstrarstöðu.

Í bréfi sem forráðamenn körfuknattleiksdeildar Vestra sendu bæjaryfirvöldum er gengið svo langt að segja að rekstur deildarinnar sé á hættustigi og nálgist nú neyðarstig. Rekja þeir ástæðurnar til áhrifa kórónuveirufaraldursins.

Vísað er til bréfs deildarinnar til bæjarráðs frá því í ágúst 2020 þar sem farið var yfir hvernig helstu tekjupóstar hefðu horfið vegna faraldursins, og bent á að sama staða hefði verið uppi síðustu misseri.

„Af þessum sökum leitum við til sveitarfélagsins í þeirri von að það sé tilbúið að stiga inn og forða því að áratuga starfi einnar af einkennisíþróttum Ísafjarðarbæjar sé stefnt í voða,“ segir í bréfinu.

Fulltrúar Vestra og Héraðssambands Vestfjarða voru gestir bæjarráðs á fundi í síðustu viku og var niðurstaða fundarins að fela bæjarstjóra, Birgi Gunnarssyni, að vinna málið áfram.

Vestri hefur leikið í efstu deild karla í körfubolta í vetur, Subway-deildinni, en eftir 112-91 tap gegn Breiðabliki í síðustu viku er ljóst að Vestri er fallinn þó að liðið eigi enn tvo leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×