Þriðja og síðasta þrepið verði að „umbylta forystusveit“ ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 11:34 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, er ánægður með formannskjör Vilhjálms Birgissonar hjá Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík, segir að eftir að tvö þrep í þátt átt að gera breytingar á verkalýðshreyfingunni hafi gengið eftir, þá muni það þriðja og síðasta felast í að „umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands“ – forystuteymið og miðstjórn – á þingi sambandsins næsta haust. Þetta segir Aðalsteinn Árni í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Þar ræðir hann meðal annars baráttuna framundan og nýafstaðið þing Starfsgreinasambands Íslands sem fram fór á Akureyri fyrir helgi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kjörinn formaður. Hann segir að kjör Vilhjálms hafi verið annað þrepið í þeirri vegferð að breyta verkalýðshreyfingunni, en það fyrsta hafi verið endurkjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formaður Eflingar. „Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið,“ segir Aðalsteinn í greininni. Ár breytinga Vilhjálmur Birgisson hafði betur gegn Þórarni Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í formannskjörinu innan Starfsgreinasambandsins á föstudag og hlaut um 54 prósent afkvæða. Aðalsteinn segir Vilhjálm tilheyra þeim armi hreyfingarinnar sem hafi kallað eftir „róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur“. Aðalsteinn segist í greininni binda vonir við að 2022 verði minnst í sem ár breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi,“ segir Aðalsteinn í greininni. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrepin þrjú til framtíðar Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. 28. mars 2022 11:00 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. 25. mars 2022 19:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Árni í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Þar ræðir hann meðal annars baráttuna framundan og nýafstaðið þing Starfsgreinasambands Íslands sem fram fór á Akureyri fyrir helgi þar sem Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, var kjörinn formaður. Hann segir að kjör Vilhjálms hafi verið annað þrepið í þeirri vegferð að breyta verkalýðshreyfingunni, en það fyrsta hafi verið endurkjör Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem formaður Eflingar. „Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið,“ segir Aðalsteinn í greininni. Ár breytinga Vilhjálmur Birgisson hafði betur gegn Þórarni Sverrissyni, formanni Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, í formannskjörinu innan Starfsgreinasambandsins á föstudag og hlaut um 54 prósent afkvæða. Aðalsteinn segir Vilhjálm tilheyra þeim armi hreyfingarinnar sem hafi kallað eftir „róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur“. Aðalsteinn segist í greininni binda vonir við að 2022 verði minnst í sem ár breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. „Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi,“ segir Aðalsteinn í greininni.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þrepin þrjú til framtíðar Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. 28. mars 2022 11:00 Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12 Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. 25. mars 2022 19:30 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þrepin þrjú til framtíðar Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. 28. mars 2022 11:00
Vilhjálmur nýr formaður Starfsgreinasambandsins Vilhjálmur Birgisson hefur verið kjörinn nýr formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur hlaut sjötíu atkvæði (53,85 prósent) og Þórarinn G. Sverrisson sextíu atkvæði (46,15 prósent). Alls greiddu 130 manns atkvæði í formannskjörinu. 25. mars 2022 11:12
Vilhjálmur lofar að gera sitt besta Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins á þingi þess í dag með tíu atkvæða mun. Hann segir að með samstöðu félagsfólks væri því allir vegir færir í komandi kjarasamningum sem verði erfiðir. 25. mars 2022 19:30