Af hverju? Arnar Sigurðsson skrifar 28. mars 2022 14:00 Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?” Augljóslega ætti netverslun að vera fagnaðarefni fyrir þá sem gefa sig út fyrir að vera annt um lýðheilsumál, þ.e. að hverfa frá yfirlýstri stefnu einokunarverslunarinnar um ,,aukið aðgengi”. Landlæknisembættið telur að allt sem auki aðgengi valdi auknum ófarnaði. Það vekur því nokkra furðu að stofnunin hefur aldrei gert athugasemdir við stefnu ÁTVR um ,,aukið aðgengi” hvort heldur er í orði eða á búðarborði - nú eða þegar ÁTVR opnaði sína eigin netverslun! Staðreynd málsins er að það eina sem flokka mætti sem skert aðgengi er aðgengi fjölmiðla að forstjóra stofnunarinnar sem ekki treystir sér til að koma fram. En er það virkilega hlutverk hins opinbera að skerða aðgengi fullveðja einstaklinga að vöru sem stjórnmálamenn skilgreina sem matvæli? Líklega eru allir sammála um að rétt sé að skerða aðgengi ungmenna að áfengi og því hlýtur að mega spyrja hvernig til hafi tekist hjá einokunarversluninni. Samkvæmt eigin ,,hulduheimsóknum” mætti ætla að eitt af hverjum 5 ungmennum sé ekki spurt um skilríki. Enginn sleppur hins vegar í gegnum hið stafræna auðkennisferli í netverslun. Að mati Landlæknis munu íslenskar netverslanir einkaaðila hins vegar auka hættuna á ,,skyndikaupum”. Spurninguna um ,,af hverju” mætti auðvitað skeyta aftan við allar fullyrðingarnar en Landlæknisembættið skilur auðvitað ekki hvaða kröfur eru gerðar til vísindalegra vinnubragða og gagnrýninnar hugsunar - álit stofnunarinnar eru einfaldlega byggð á tilfinningum og ályktunum. Á hverju ári niðurgreiða skattgreiðendur áfengisdreifingu í gegnum ÁTVR með tóbakshagnaði sem annars ætti að renna í ríkissjóð. Það kemur því ekki á óvart að Félag hilluplásshafa (Félag atvinnurekenda) skuli benda á ótal atriði gegn því að almenningur á Íslandi geti notið lægra vöruverðs samfara frjálsri samkeppni. Af kostulegri mótrökum má nefna að frelsið sé ótækt ef hilluplásshafarnir fá ekki afléttingu á auglýsingabanni (sem þeir þó iðulega brjóta) auk þess sem stórlega muni draga úr viðskiptum við einokunarverslunina. Af hverju er auðvitað ekki rökstutt en félagsmenn hafa sjálfsagt ekki mikið þurft að velta fyrir sér hugtökum á borð við verð, gæði og þjónustu. Höfundur er eigandi netverslunarinnar Santé.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun