Leggja fram kvörtun til ESA vegna blóðmerahalds Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 07:43 Aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi síðustu mánuði. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Sautján dýraverndunarsamtök, hin belgísku Eurogroup for Animals þeirra á meðal, lagt fram kvörtun til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna blóðmerahalds hér á landi. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun en í kvörtuninni segir að blóðtaka á fylfullum hryssum brjóti í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Blóðmerahald og aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zürich og AWF Animal Welfare Foundation birtu heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi. Í henni mátti sjá slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Í kvörtun dýraverndunarsamtakanna til ESA segir að Ísland beiti ekki sem skyldi löggjöf sinni sem byggi á tilskipun Evrópusambandsins. Evrópska reglugerðin sem um ræðir kveður á um að tilraun skuli ekki gerð á dýrum ef viðurkennd er önnur aðgerð, sem feli ekki í sér notkun á lifandi dýri og nái fram þeim niðurstöðum sem leitast er eftir. Er bent á að þegar hafi verið þróað hormónalyf sem hafi sömu áhrif og hormón úr blóði fylfullra hryssa. Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði EFTA Tengdar fréttir Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun en í kvörtuninni segir að blóðtaka á fylfullum hryssum brjóti í bága við reglur evrópska efnahagssvæðisins um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Blóðmerahald og aðbúnaður blóðmera hefur mikið verið í umræðunni hér á landi eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin TSB Tierschutzbund Zürich og AWF Animal Welfare Foundation birtu heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi. Í henni mátti sjá slæma meðferð á hrossunum, þar sem þau eru lokuð inni í þröngri stíu og merarnar meðal annars slegnar og barðar með prikum. Í kvörtun dýraverndunarsamtakanna til ESA segir að Ísland beiti ekki sem skyldi löggjöf sinni sem byggi á tilskipun Evrópusambandsins. Evrópska reglugerðin sem um ræðir kveður á um að tilraun skuli ekki gerð á dýrum ef viðurkennd er önnur aðgerð, sem feli ekki í sér notkun á lifandi dýri og nái fram þeim niðurstöðum sem leitast er eftir. Er bent á að þegar hafi verið þróað hormónalyf sem hafi sömu áhrif og hormón úr blóði fylfullra hryssa.
Blóðmerahald Hestar Dýraheilbrigði EFTA Tengdar fréttir Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Met slegið í umsögnum um blóðmerafrumvarpið Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir Íslendinga ekki vilja sjá slíkt dýraníð og hún telur óhjákvæmilegan fylgikvilla blóðmerahaldi. Umsagnir um frumvarp hennar hrönnuðust upp. 19. janúar 2022 11:02