Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 12:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar sér að óska eftir skýringum á því að ekkert sé að finna um uppbyggingu þjóðarleikvanga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Vísir/Egill/Atli Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira. Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þetta segir Dagur í samtali við Vísi. „Ég er mjög undrandi miðað við þær yfirlýsingar sem hafa komið á þessum vetri og ekki síst í aðdraganda þingkosninga í haust. Þessi fjármálaáætlun nær fram yfir þann 2027, fram yfir næstu þingkosningar og starfstíma ríkisstjórnarinnar.“ Framtíð Laugardalsvallar og Laugardalshallarinnar hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár. Hefur mikið verið fjallað um að Laugardalshöllin sé orðin úrelt og stenst ekki alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til slíkra þjóðarleikvanga. Börn í Laugardal geta ekki beðið lengur „Þessi fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar setur stórt spurningamerki við það hvort verið sé að segja að ekkert muni gerast í þessum málum næstu fimm árin. Ég mun kalla eftir skýringum. Reykjavíkurborg hefur verið alveg skýr hvað það varðar að þessi máli þurfi að skýrast núna. Það er líka alveg ljóst að ekki er hægt að bíða með betri íþróttaaðstöðu fyrir börn í Laugardal. Það hefur verið spurning hvort ætti að vinna þetta saman, nýjan þjóðarleikvang og nýtt íþróttahús fyrir félögin í Laugardal. Reykjavíkurborg ætlar sér að nýta þá fjármuni sem hafa verið settir til hliðar, um tvo milljarða króna, í að koma upp nýju íþróttahúsi fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal,“ segir Dagur, en þar hefur verið rætt um að koma upp húsi á bílaplaninu við gervigrasvöllinn í Laugardal. Vildi gefa ríkisstjórninni svigrúm Á íbúafundi í Laugardal þann 14. febrúar nefndi Dagur að hann myndi leggja til við borgarráð þann 5. maí næstkomandi að byggt yrði nýtt íþróttahús í Laugardal ef þjóðarhöll yrði ekki að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Ég mun óska eftir skýringum, en ég nefndi þennan dag þar sem ég taldi rétt að gefa ríkisstjórninni svigrúm til að klára sín mál og þá yrði búið að ræða fjármálaáætlun á þinginu. Ef svörin yrðu á þá leið að fresta framkvæmdum, þá lægi það fyrir að Reykjavíkurborg gæti ekki beðið.“ Aðspurður um hvenær framkvæmdir við íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann gætu þá farið af stað segir Dagur að það gæti verið mjög hratt. Undirbúningsvinna hafi þegar verið unnin, þarfagreining og fleira.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Ármann Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49 Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. 29. mars 2022 11:49
Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í nýrri fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. 29. mars 2022 11:03