Eriksen fékk tækifæri í byrjunarliði danska liðsins, en það var Joakim Mæhle sem kom liðinu yfir eftir 15 mínútna leik. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
Jesper Lindström tvöfaldaði forystu Dana snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Pierre-Emile Højbjerg og það var svo Christian Eriksen sem innsiglaði 3-0 sigur með góðu skoti fyrir utan teig.