Tæplega átta tíma gat á gögnum Hvíta hússins frá 6. janúar Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 10:49 Donald Trump vildi sitja áfram í embætti, þó hann hefði tapað forsetakosningunum 2020. AP/Alex Brandon Upplýsingar um símtöl Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á tæplega átta klukkustunda tímabili vantar inn í gögn Hvíta hússins frá deginum þegar stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna. Þingnefnd sem hefur árásina á þinghúsið til rannsóknar kannar nú hvort Trump hafi notað aðrar og óformlegar leiðir til að ræða við starfsmenn sína og stuðningsmenn. Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Samkvæmt gögnum Hvíta hússins sem afhent voru þinginu, ræddi Trump ekki við neinn í síma milli 11:17 og 18:54 þann 6. janúar. Það er þrátt fyrir að fyrir liggi að Trump ræddi við fjölda fólks á þessum tíma. Þetta var þegar fjölmargir stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020, sem Trump tapaði og Joe Biden vann. Ekki hafa fundist vísbendingar um að átt hafi verið við gögnin og því er talið að Trump hafi rætt við fólk með óformlegum leiðum. Gögnin voru afhent nefndinni fyrr á árinu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði þingið mega fá þau. Sjá einnig: Hæstiréttur brást vonum Trumps Í aðdraganda dagsins hringdi Trump í fjölmarga þingmenn Repúblikanaflokksins en hann vildi beita Mike Pence, varaforseta, þrýstingi og fá hann til að hafna úrslitum kosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Það er eitthvað sem Pence hafði ekki formlegt vald til að gera. Í frétt Washington Post segir að fyrir liggi að Trump hafi rætt við ýmsa bandamenn sína á tímabilinu sem um ræðir. Þeirra á meðal séu öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee og Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni. Heimildarmenn WP í þinginu segja að verið sé að skoða hvort Trump sé að reyna að hylma yfir við hverja hann ræddi þennan dag og um hvað.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46 Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09 Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01 Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48 Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. 24. mars 2022 22:46
Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. 23. mars 2022 10:09
Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. 5. mars 2022 23:01
Hvert áfallið á fætur öðru hjá Trump Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna hefur staðfest að Donald Trump, fyrrverandi forseti, tók leynileg gögn með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu til Flórída í byrjun árs í fyrra. Trump hefur orðið fyrir hverju lagalegu áfallinu á fætur öðru í vikunni. 19. febrúar 2022 09:48
Tók leynileg gögn með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók leynileg gögn með sér til Flórída eftir að hann steig úr embætti. Sum gagnanna voru merkt sem „Top Secret“ sem er ein hæsta leyndarskilgreining bandarískra stjórnvalda. 10. febrúar 2022 23:40