Að láta verkin tala í stað þess að tala bara Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. mars 2022 09:00 Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sandra B. Franks Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar