Félagið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag. Kristján hefur verið á mála hjá liðinu síðan sumarið 2020, en hann fór þangað frá ÍBV. Hann verður hjá Aix til ársins 2024 samkvæmt nýja samningnum.
Kristján er 24 ára gömul hægri skytta og hefur verið í lykilhlutverki hjá Aix síðustu tvö ár. Hann hefur skoraði 107 mörk fyrir liðið á yfirstandandi leiktíð og er í 12. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
Aix situr í þriðja sæti frönsku deildarinnar með 32 stig, tíu stigum minna en topplið PSG.
[𝐏𝐫𝐨𝐥𝐨𝐧𝐠𝐚𝐭𝐢𝐨𝐧]
— PAUC HANDBALL (@pauchandball) March 31, 2022
3e et dernière annonce de la journée, notre islandais Donni Kritjansson portera les couleurs provençales jusqu’en 2024 également ! 🥳#EnjoyYourPauc #ALL4PAUC #PAUC #AixMaVille #RegionSud pic.twitter.com/5KPauoaJF4