Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina Smári Jökull Jónsson skrifar 31. mars 2022 21:32 Lárus Jónsson er þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn sem hefur titil að verja í úrslitakeppninni sem framundan er. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum. „Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“ UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
„Við komum inn í leikinn til að vinna og það var miklu meira undir í leiknum fyrir okkur en Grindavík. Það skekkir myndina gríðarlega að þeir séu ekki með þessa tvo leikmenn, þeir hjálpa mikið inni í teig og við fengum mikið af opnum skotum. Það er lítið að marka þessi úrslit myndi ég segja,“ sagði Lárus í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Grindavík lék án þeirra EC Matthews og Ivan Aurrecoechea sem eru tveir af þeirra sterkustu mönnum. Báðir eiga við meiðsli að stríða en vonir standa þó til að þeir verði með í 8-liða úrslitunum sem hefjast í næstu viku. „Við hittum vel og heilt yfir er ég ágætlega sáttur, við gerum einhver mistök í vörninni sem við lögum. Þetta var ekki fullkominn leikur, svolítið af aulalegum töpuðum boltum sem við þurfum að laga,“ bætti Lárus við og viðurkenndi að tapið gegn Tindastól í síðustu umferð sviði en með sigri þar hefði deildarmeistaratitillinn verið í seilingarfjarlægð. „Við verðum að reyna að horfa á stóru myndina, við erum með níu sigra og tvo tapleiki eftir áramót og töpum fimm leikjum í heildina í vetur. Njarðvík og við erum búin að vera jöfnustu liðin í vetur þannig að við getum ekkert verið neitt rosalega ósáttir.“ Framundan eru 8-liða úrslitin og þar mæta Þórsarar einmitt Grindvíkingum. Lárus á von á því að þeir EC Matthews og Ivan Aurrecochea verði mættir til leiks í næstu viku. „Klárlega, ef þessi leikur hefði skipt máli þá held ég að þessir tveir hestar hefðu spilað. Hún leggst ágætlega í mig þessi rimma, við höfum skipt leikjunum í vetur. Þeir eru aðeins öðruvísi núna en þegar við spiluðum við þá fyrst, EC er aðalmaðurinn þeirra og ég hlakka bara til.“ Hann sagði að Þórsarar yrðu að vera klárir í að mæta orkumiklum Grindvíkingum í rimmunni sem hefst í næstu viku. „Við þurfum að stoppa Ivan undir körfunni og reyna að hemja EC einn á einn. Þeir eru með frábærar skyttur í Ólafi og Kristni. Við þurfum að jafna orkustigið þeirra. Óli og Kiddi geta verið ansi graðir á hringinn. Við þurfum að vera duglegir að stíga út og vera fastir fyrir.“
UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti