Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Haukur Harðarson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun