Steinunn vildi fara fyrr af stað en sjúkraþjálfarinn hélt aftur af henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 15:30 Steinunn Björnsdóttir hefur verið einn allra besta leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár og endurkoma hennar eflir Framliðið til muna. stöð 2 sport Fram fékk heldur betur búbót fyrir lokasprett tímabilsins þegar Steinunn Björnsdóttir sneri aftur á völlinn í stórsigri liðsins á Aftureldingu, 20-39. Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Steinunn hefur ekkert spilað í tæpt ár eftir að hafa slitið krossband í hné. Lítið ryð var í henni í fyrsta leiknum eftir þetta langa hlé og hún skoraði sex mörk gegn Aftureldingu. „Þetta var æðisleg tilfinning og ég trúi því eiginlega ekki að það sé komið ár síðan ég sleit. Ég ótrúlega þakklát hvað þetta gekk vel. Mér líður ótrúlega vel og líkaminn svaraði vel,“ sagði Steinunn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Þurfti að hlusta á sérfræðingana Hún segir að hún hafi getað snúið aftur á völlinn fyrr en engin áhætta hafi verið tekin vegna hættunar á bakslagi. „Það er svolítið síðan en maður þarf að hlusta á sérfræðingana sína. Þannig ég þurfti aðeins að bíða lengur og láta tímann líða því maður er líklegri til að slíta eftir því sem maður fer fyrr af stað. En ég er með mjög góðan sjúkraþjálfara sem hélt aftur af mér. Hann hleypti mér núna af stað og ég held að þetta hafi verið réttur tími,“ sagði Steinunn. Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn Björnsdóttir Fram er með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Liðin mætast í næstu umferð í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn næsta laugardaginn. Steinunn verður með í þeim leik. „Ég ætla ekki að stoppa núna,“ sagði Steinunn brosandi. „Ég er ótrúlega spennt fyrir laugardeginum. Það var gott að fá þennan leik í gær [á laugardaginn] til að fá smá sjálfstraust og tilfinningu fyrir þessu. Leikurinn á laugardaginn verður hörkuleikur og ég hlakka hrikalega mikið til.“ Útilokar ekki landsleikina Íslenska landsliðið mætir Svíþjóð og Serbíu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM síðar í mánuðinum. Steinunn vonast til að vera með í leikjunum enda á Ísland enn möguleika á að komast á EM. „Ég viðurkenni að ég hef hugsað um það og pælt í því. Addi [Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari] hefur sýnt mér smá áhuga en ég ætla ekki að taka neina ákvörðun strax. Ég ætla að sjá hvernig Valsleikurinn fer og hvernig dagarnir á næstunni verða. Ég upplifi mig að einhverju leyti tilbúna en það verður gaman að máta sig við Valsliðið sem er að spila ótrúlega vel,“ sagði Steinunn. „Ég ætla bara sjá hvar styrkurinn manns liggur og nákvæmlega hvernig formi maður er í. Það er kannski ekki hægt að segja neitt til um það fyrr en eftir þann leik.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Fram Seinni bylgjan Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira