Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Guðjón Guðmundsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson spjölluðu saman í búningsklefa Fram í Safamýri. Stöð 2 Sport „Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar. Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira