Á heimleið eftir súrrealískt gærkvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:46 Dísella gaf sér tíma til að ræða þennan merka áfanga á ferðalaginu heim í dag. Skjáskot Endalaust þakklæti er eftst í huga sópransöngkonunnar Dísellu Lárusdóttur, sem vann Grammy-verðlaun í gærkvöldi. Hún er fimmti Íslendingurinn til að vinna til verðlaunanna. Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano. Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Dísella var þakklætið uppmálað þegar hún tók við verðlaunum á Grammy-sviðinu í Las Vegas í gærkvöldi ásamt samsöngvurum sínum Zachary James og Anthony Costanzo. Hún lauk þakkarræðunni með orðunum „Bragi, ég elska þig!“, kveðju til eiginmannsins Braga Jónssonar, sem fylgdi henni á hátíðina. Þau hjónin eru nú á leið heim eftir viðburðarríka daga í Las Vegas en Dísella fann stund milli stríða á ferðalaginu nú síðdegis til að ræða þennan merka árangur. „Sko þessi verðlaun eru náttúrulega bara ótrúleg. Ég eiginlega átta mig ekki á þessu enn þá. Það var súrrealískt að hljóta þau, ég held ég þurfi bara aðeins að komast heim og fatta þetta aðeins,“ segir Dísella. Dísella og félagar voru verðlaunuð yrir bestu óperuupptöku ársins, óperu eftir Philip Glass um líf og valdatíð egypska faraósins Akhnaten, sem sett var upp í Metrópólitan óperunni í New York og hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. Verkið er Dísellu kært, hún fer þar með hlutverk Tye drottningar, og hún kveðst orðlaus yfir viðurkenningunni nú. „Þetta er ótrúlega þýðingarmikið, svakalegur heiður og efst í huga er endalaust þakklæti. Ég er eiginlega orðlaus bara,“ segir Dísella. Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Grammy-verðlaun fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl árið 2020 og fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókernum árið 2021. Steinar Höskuldsson, betur þekktur sem Husky Höskulds, vann Grammy fyrir upptökustjórn á fyrstu plötu söngkonunnar Noruh Jones, Don´t Know Why, árið 2003. Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari var einn meðlima Pacifica-kvartettsins sem fékk Grammy fyrir besta flutning kammertónlistar á plötu. Kristinn Sigmundsson fyrir einsöng í The Ghost of Versaille eftir Corigliano.
Grammy-verðlaunin Tónlist Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23 Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. 4. apríl 2022 12:23
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. 4. apríl 2022 00:15