Lærum af aðlögun náms í heimsfaraldri Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. apríl 2022 11:31 Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun