Upphitun fyrir 21. umferð í Olís: Hefur meiri trú á Haukum og vonast eftir Gróttusigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2022 14:00 Haukar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvöld. vísir/vilhelm Mikið er undir fyrir næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Valur og Haukar mætast í hálfgerðum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn og baráttan um sæti í úrslitakeppninni verður í algleymingi. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina. Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir 21. umferð Olís deildar karla í handbolta. Allir sex leikirnir í umferðinni hefjast klukkan 19:30 og verður stórleikur Vals og Hauka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Haukar eru með tveggja stiga forskot á Val á toppi Olís-deildarinnar. Með sigri á Hlíðarenda í kvöld tryggja Haukar sér deildarmeistaratitilinn. Annars ræðst það í lokaumferðinni á sunnudaginn hvaða lið verður deildarmeistari. „Þetta er það sem við viljum sjá. Þetta verður stærsti leikur vetrarins í deildarkeppninni. Vonandi fáum við flottan og skemmtilegan leik, góða umgjörð og veisla fyrir handboltann,“ sagði Ásgeir Örn. Hann hefur meiri trú á sínum gömlu félögum í leiknum í kvöld. „Ég held að Haukarnir vinni þennan leik og stígi upp. Það er mikil sigurhefð í Haukum og margir af leikmönnunum þekkja það að vinna þetta,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 21. umferð KA, Afturelding, Grótta og Fram berjast um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. Möguleikar Frammara eru þó langminnstir. Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð hafa Seltirningar sett mikla pressu á Mosfellinga í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Grótta sækir ÍBV heim í kvöld. „Ég vona að þeir vinni Vestmannaeyingana og þá gætu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn í lokaumferðinni um að fara í úrslitakeppnina,“ sagði Ásgeir Örn en Grótta vann fyrri leikinn gegn ÍBV með tíu marka mun, 36-26. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá upphitun Stefáns Árna og Ásgeirs Arnar fyrir næstsíðustu umferðina.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Haukar Grótta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira