Lífið

Páskaföndur fyrir börn á öllum aldri frá Hugmyndabankanum

Elísabet Hanna skrifar
Margrét Ýr er mennskur hugmyndabanki sem elskar að deila hugmyndunum með öðrum.
Margrét Ýr er mennskur hugmyndabanki sem elskar að deila hugmyndunum með öðrum. Aðsend/samsett

Margrét Ýr heldur uppi miðlinum Hugmyndabankinn þar sem meðal annars má finna hugmyndir fyrir páskafríið. Hér að neðan má finna verkefni frá Margréti sem er hægt að framkvæma í fríinu og skapa fallegt páskaskraut og minningar með börnunum.

Hugmyndabankinn býr einnig yfir nóg af nytsamlegum hugmyndum sem tengjast ekki páskunum en gæti þó verið skemmtilegar í fríinu. Hér að neðan má til dæmis finna uppskrift að heimatilbúnum leir, heimagerða myllu, orða spil og klink leik.

Nánar um Margréti Ýri og Hugmyndabankann má lesa hér.

Hugmyndir frá hugmyndabankanum

Fyrsta og líklega þekktasta páskaskrautið er máluð egg. Það eiga eflaust flestir minningar af slíku föndri úr æsku.

Þessi páskaungi er skemmtilegur í framkvæmd og veglegur sem skraut.

Það er aldrei nóg af páskaungum inn á heimilinu á þessum tíma ársins og því um að gera að búa til nokkra og klemma þá upp víðsvegar um heimilið.

Börnum þykir oft gaman að nota hendurnar í föndurverkefni og er þessi föndraða páskakanína upplögð fyrir slíkan áhuga.

Þessar krukkur eru krúttlegar og skemmtilegar í framkvæmd. Hægt er að gera ýmsar útgáfur af krukkunum og breyta þeim í mismunandi dýr.

Heimatilbúin mylla er afskaplega eigulegt föndur sem er hægt að nota í langan tíma eftir að verkinu sjálfu er lokið. 

Heimatilbúinn leir er í raun tvöföld skemmtun þar sem börnin njóta þess bæði að búa hann til og að leika sér með hann.

Spaða spilið hjálpar börnunum að læra á meðan þau skemmta sér.

Klink leikurinn getur aðstoðað börn við það að skilja ákveðnar upphæðir og tölurnar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×